Hljóðrit

49546 hlutir fundust. Síða af 248 með hlutum hver
Safnmark 1 Efnisútdráttur Lengd Númer Dagsetning hljóðritunar
Æviatriði. Ólst upp í Túnunum í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla, í útibúi, Höfðaskóla. Skólinn var með tvö útibú.
Þessi gróska í skólanum, auk bókmenntaháhuga á heimilinu vakti áhuga á bókmenntanámi í háskólanum.
18 ára var hann kominn í Menntaskólann í Hamrahlíð. Hafði ungur vanist að faðir hans var félagi í Tónlistarfélagi Reykjavíkur. Sótti oft tónleika þar. Kynnti jass, klassík og framúrstefnu í MH. Miklu fjölbreyttari tónlist. Í skólanum var lítill tónlistarklúbbur. Fór á USAS, upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna og fékk lánaðar blús plötur. Hlustaði á Copland og Messiaen. Tónlist var mikið rædd í skólanum. Tónlistarkennsla var ekki í skólanum sem leiddi þau á þessa braut. Man eftir einhverjum skólafélögum, en minna um nöfn.
Helstu skemmtistaðir voru í Reykjavík voru Breiðfirðingabúð. Man vel eftir að þegar krakkarnir í bekknum þegar þau voru 13 ára komu saman og leigðu sali. Þá kom fyrsta bítlaplatan og breytti tónlist unga fólksins. Salurinn sem leigður var í Skipholti, á loftinu þar sem myndlistarskólinn var. Þá voru skólaböll í Laugarnesskólanum og þar léku hljómsveitir. Man ekki nöfnin á þeim.
Á fyrri hluta 20. aldar var sundlaugin byggð af framlögum og ókeypis vinnu við að koma henni upp. Drifkrafturinn var ungmennafélagshugsunin. Ungmennafélag var stofnað um 1928. Þinghús var á Kaldrananesi. Það er áður en Drangsnes byggist upp. Milli stríða fór það að byggjast upp. Mikill rígur kom upp milli sveitar og Drangsness vegna breytinga.
Upplifir ekki sömu þörf ungs fólks að flytja í sveitir landsins líkt og þau gerðu. Þau upplifðu kynslóðaskipti á bæjunum þegar þau komu. Nú er sá tími kominn en meðalaldur er hærri á bæjum en var þegar þau komu vestur. Þá voru allir með sauðfé, en nú eru aðeins 4 sauðfjárbú í hreppnum. Fólk sækir vinnu annað og er því ekki eins bundið staðnum. Þá virðist veðurlag hafa breyst. Ekki hefur mikill snjór verið síðan 1995. Yfirleitt er fært allan veturinn. Sjálfur vinnur hann við Galdrasýninguna og getur undirbúið sína vinnu heima. Fékk nýlega bókakassa frá bæ í sveitinni og þar á meðal handrit frá 19. öld. Bækurnar eru rímur og fantasíusögur - jafnvel kennslubók í málmsmíði. Einnig kristilegar bækur. Uppskrifað handrit er uppskrift af Pilti og Stúlku. Sighvatur Borgfirðingur var í 4 ár í hreppnum og voru 18 heimili sem fengu hann til að skrifa upp fyrir sig bækur. Það var hans aðal lifibrauð. Í hreppnum var lestrarfélag og eru bækur þess á Landsbókasafninu.
Tilviljun leiddi þau hjónin í Bjarnarfjörð. Réðu sig þangað til kennslu við Klúkuskóla. Reykjavík datt svolítið niður eftir 78 byltinguna. Stemningin í Reykjavík freistaði ekki í byrjun 8. áratugarins. Margir félaganna fóru út á land.
Hefur kynnt sér sérstaklega sögu héraðsins. Þá kveikti ritgerð Jóns Jónssonar um galdra í honum og vinnur hann einkum að því áhugasviði. Hjátrú og hindurvitni eru orð sem honum líkar ekki. Ýmsar raddir voru tregar út í að galdrasýningin yrði sett á laggirnar. Töldu að þeir væru að fara út í eitthvað sem þeir vissu ekki hvert leiddi. Þetta snerist um kynslóðaskiptin. Nefnir snjóðflóðið í Goðdal sem dæmi um að menn töldu það hafa verið vegna þess að menn hafi troðið á helgum stöðum. Fólk flutti burtu í kringum 1970.
Hafísárin á 7. áratugnum höfðu áhrif á litlar jarðir í Bjarnafirði. Segir frá sögn Ingimundar Ingimundarsonar á Svanshóli um vegalagnir. Búskapur var á öllum jörðum fram eftir 20. öldinni. Á 19. öld voru þrí- og fjórbýli.
Stærsta breyting varð á hafísárunum.
Morgun- og eftirmiðdagssöngur var stundaður í Laugarnesskóla. Man óljóst eftir Ingólfi Guðbrandssyni. Guðfinna Dóra Ólafsdóttir kenndi honum söng. Lauk háskólanámi BA í ensku og almennri bókmenntasögu.
Æviatriði
Afinn og amman bjuggu ekki á bænum. Faðir hennar ólst upp í Kelduhverfi.
Skólastarfið byrjaði með söng á hverjum morgni. Kennarinn las sögu fyrir börnin fyrir háttinn. Alltaf var farið með bænir á kvöldin.
Allir krakkar lærðu barnaskylduna. Gekk í skóla að Lundi í Öxarfirði og var í heimavist. Fermdist 1937. Stundum voru tveir bekkir saman. Kennarinn hafði gamla ekkju sem sá um hússtörf.
Húslestrar voru lesnar á sunnudögum. Faðir hennar las mikið fyrir fólkið á kvöldvökunni. Las bæði dönsku og norsku. Var góður hagyrðingur. Hafði áhuga á að afla sér þekkingar. Til var fjöldi bóka á heimilinu.
Engir hermenn voru á svæðinu á stríðsárunum. Hjálpaði stundum konu á Kópaskeri við að taka slátur. Sá hermenn þar en lítil samskipti voru við þá.
Man þegar útvarpið kom en það kom seint. Rafmagn kom í sveitina um 1970. Sjónvarp kom eftir það. Gömlu útvörpin voru hlaðin.
Húsakynni voru fyrst torfbær. Keypt var gamalt tilmburhús í Austurgörðum, rifið og dregið á höndum að Ingunnarstöðum og byggt við endann á gamla torfbænum. Þar var sofið og einnig haft sem stofa. Man eftir trébekk, kallaður slagbrandur og þar voru börn látin sofa.
Skepnur voru aðallegar sauðfé en aldrei kýr nema til heimilsþarfa. Túnin voru lítil. Heyjað var á sandi niður við sjó. Síðar var farið að rækta, þegar vélar komu.
Aðdrættir voru sóttir á Kópaskers og Húsavíkur.
Býsna margir léku á einfaldar harmonikkur. Þrír bræður á Syðri-Bakka svo og menn í Lóni. Sóttu venjulega dansleiki að Grásíðu, en þar var samkomuhús, hét Vatnskot. Þrjá tíma tók að ganga hvora leið.
Skótau var í fyrstu skinnskór. Fengu gúmmískó þegar þau gengu í skóla, til að vera í úti.
Eldiviður var borinn heim á bakinu úr skógi við Skógarhóla. Þar var höggvinn viður. Tað var einnig brennt.
Kirkjusóknin var í Garðskirkju. Presturinn var séra Páll Þorleifsson þegar hún fermdist. Man helst eftir Björgu í Lóni sem organista. Söng hjá Björgu í kórnum. Sigfús Halldórsson í Reykjadal kom og kenndi þeim lögin í Fjárlögunum (Íslensku söngvasafni). Sungu í röddum í kirkjukórnum.
Björg Björnsdóttir í Lóni fór á hverju ári á sumarnámskeið í Skálholti, organistanámskeiðin. Settist eitt sinn og hóf að leika á orgelið en hné niður látin í miðju verkinu. Man vel eftir Árna bróður hennar (Björnssyni tónskáld). Dætur Árna komu ekki fyrir löngu og haldin var minning Árna í Skúlagarði.
Man ekki eftir fiðluleikurum í Kelduhverfi. Ekki man hún heldur eftir langspili en orgel voru til á nokkrum bæjum. Margir spiluðu á munnhörpur. Mikið um að börn léku á þær. Elsta dóttir hennar eignaðist litla munnhörpu og æfði sig á hana úti í móa. Nokkrir reyndu að spila á greiðu.
Mikið var spilað á spil í sveitinni, einkum á kvöldvökum. Spiluðu alltaf púkk á jólunum.
Oft var leikið í sveitinni. Kinnahvolssystur voru leiknar eitt sinn. Aðalmaðurinn í því leikriti var Þorgeir á Grásíðu, mikill íþróttamaður. Átti íþróttamet í víðavangshlaupi.
Bílar komu í sveitina. Maður hennar átti jeppa þegar þau giftu sig. Hann var orðinn fimmtugur þegar þau byrjuðu að búa. Á fimm dætur. Maður hennar dó 1982. Dæturnar voru duglegar að hjálpa til við búið.
Man eftir að fólk talaði um Alþingishátíðina 1930. Nokkrir fóru úr sveitinni á hátíðina. Séra Páll og Elísabet giftu sig á Þingvöllum. Ekki var mikið við haft 1944 á Lýðveldishátíðinni.
Hafði hitt gamla prestinn fyrir skömmu, en hafði ekki hitt hann lengi. Kyssti hann við það tækifæri og fannst kunningjakonu henni það mjög sérkennilegt.
Vegur var kominn á Tjörnesi að hluta þegar hún var ung. Hann hefur verið byggður upp á síðustu árum. Sóttu kirkju á Húsavík.
Hefur alltaf búið á Tjörnesi, bjó þar í 50 ár. Nokkuð margir bæir voru á Tjörnesi, 3-4 hús á hverjum bæ. Sjórinn var alltaf sóttur, mikil grásleppuveiði. Borðuðu mikið brauð, kjöt og fisk, mikið veitt úr sjónum. Heitur matur einu sinni á dag. Hræringur var algengur. Þau borðuðu hrossakjöt. Voru mikið í berjamó á haustin, mikil berjaspretta.
Mikil þægindi voru þegar síminn kom. Fyrst þótti skrýtið að alltaf væri verið að hlusta. Símstöð var á tveimur stöðum í sveitinni. Hringing hjá þeim voru þrjár stuttar. Margrét Bjartmarsdóttir á Sandhólum kann enn hringingarnar á öllum bæjum.
Var vinnukona á Akureyri í húsi. Þá voru hermenn á Akureyri. Lýsir því þegar hún mætti hópi hermanna. Hermenn léku við þau í snjónum.
Æviatriði
Eignaðir fyrsta barn sitt í Reykjadal. Hvergi var hægt að fá húsnæði, hvorki í Reykjadal né á Akureyri. Fengu litla kompu á Húsavík og bjuggu þar lengi. Ragnar byggði hús í félagi við annan mann. Mannlífið á Húsavík var skemmtilegt. 1. desember voru alltaf iðnaðarmenn með stórt ball. Meira var um böll og skemmtanir sem allir tóku þátt í.
Fór 20 ára á húsmæðraskólann og þar hitti hún manninn sinn, Ragnar Þór Kjartansson frá Hólsfjöllum, búfræðingur. Kynntist lífinu á Hólsfjöllum, var þar nærri ár. Var mjög einangrað. Var að kafna í innilokun. Lýsir þeim aðstæðum. Bærinn hét Grundarhóll. Þetta var 1943.
Lítið var um fiðlur í sveitinni. Faðir hennar kenndi Garðari í Lautum á fiðlu og önnur var á Öndólfsstöðum. Faðir hennar átti enga fiðlu en var með eina að láni. Björn Ólafsson fiðluleikari var vinur hennar. Björn útvegaði henni fiðlu sem þau gáfu föður hennar þegar hann varð 60 ára. Segir lítillega frá Birni Ólafssyni fiðluleikara.
Menn kváðu rímur í sveitinni. Ein vinnukona kom með lúðuhaus sem hún hafði skolað úti í brunni. Afinn kastaði á hana vísu. Faðir hennar og Halldór kváðu rímur. Skrifaði ljóðabréf til frænku sinnar. Lýsir því. Fékk bréf til baka. Fer með ljóðin í bréfinu. Sigrún, systir föður hennar orti kvæðin.
Rámar í einhver danskur maður hafi komið með langspil. Systir pabba hennar giftist dönskum manni, Harald Olsen. Stóðu við langspilið er þeir léku á það.
Gekk í barnaskóla að Helgastöðum og Einarsstöðum - tvo mánuði í senn. Kennarinn var Aðalsteinn. Tóku landspróf. Hann lét þau syngja og spilaði á orgel. Gekk í Alþýðuskólann að Laugum og síðan kvennaskólann að Laugum. Söng einsöng á einum tónleikunum. Syngur lítilsháttar. Aðalsteinn var kennari og leiddi sönginn. Faðir Jóns Aðalsteinssonar læknis.
Þekkti Júlíus Hafstein sýslumann. Lék sér með Jóhanni Hafstein sem var jafnaldri hennar. Segir frá er þau léku sér saman. Júlíus fékk oft hesta á Helgastöðum þegar hann þingaði um sýsluna.
Man þegar útvarpið kom. Afinn vildi ekki útvarp - taldi það skemmd á heyrninni. Komið var útvarp á alla aðra bæi. Faðir hennar keypti síðan útvarp. Lýsir samskiptum við afa sinn og vísu sem hann kastaði á hana. Afinn var sjálfstæðismaður en hún sagðist vera kommúnisti. Mikið var rifist á heimilinu. Framsóknarmennirnir rifust mikið við afa hennar. Afinn var eini sjálfstæðismaðurinn í dalnum. Hann var mikill vinur Ólafs Thors. Bjó hjá honum í Reykjavík. Þegar Jóhann Hafstein giftist systur Ólafs þá komu þeir í Helgastaði á brúðkaupsdaginn. Þá spurði Jóhann afa hennar: „Eru engir hvítir menn í Reykjadal“.
Mjög gestkvæmt var á Helgastöðum. Þá var siður í byrjun vetrarnótta var skrifað niður í bók hver kom. Lýsir því. Amma hennar lá í rúminu í 11 ár. Hún kenndi þeim vísur. Þá fóru þau í leiki. Lýsir þeim.
Orgel kom á bæinn áður en hún fæddist. Elísabet á Grenjaðarstað, kona prestsins, átti orgelið. Afinn keypti það fyrir föður hennar af henni. Faðir hennar kenndi mikið á orgel. Hann æfði ekki kór. Messað var á Einarsstöðum, Grenjaðarstöðum, Nesi og í Laxárdal. Söfnuðurinn söng. Byrjað var á Heims um Ból, Dag er glatt í döprum hjörtum og í Betlehem voru sungin um hátíðarnar á heimilinu. Þar á eftir mátti syngja veraldleg lög. Lýsir því.
Segir frá hestinum Flugu sem faðir hennar átti. Var mjög heimsækin. Faðir hennar var organisti og fór í kirkjurnar á Flugu. Segir frá að Kristján bakari hafi einn dag boðist til að keyra hann til messu. Afinn tók þá Flugu og fór bæjarleið. Endaði með að hryssan fórst í Vestmannsvatni. Lýsir þeim viðburði. Kristján Jónsson var fyrsti bakarinn á Akureyri.
Lítið var um samgöngur við Akureyri. Eftir að hún var fermd fór að koma vegur. Þrír bílar voru í sýslunni. Fer með vísur um bílana. Bílar þóttu mikil nýjung.
Heilsufar var gott á fólkinu. Nefnir eina konu sem fékk berkla.
Leikrit voru sett upp í Þinghúsinu. Hún lék í Frænka Charlies. Nefnir aðra leikendur. Enginn leikstjóri var til staðar.
Þegar hún sótti dansleiki var byrjað á marsi og þrammað var í hring. Þá skiftiræll. Sá sem stjórnaði marsinum kallað „tvö fyrstupör“. Þá var farið í myllu. Lýsir dönsunum. „Trú von og kærleikur“ - lýsir því. Leikið var undir á orgel. Pálmi bróðir hennar spilaði og orgelið.
Ungmennafélag var í dalnum. Fundir voru haldnir einu sinni í mánuði. Áhugamál voru rædd á þessum fundum. Í lok fundar var sungið lag í öllum röddum og dansað á eftir. Orgel var hjá Guðfinnu Jónsdóttur skáldkonu á Hömrum. Hún hafði kór á sínu heimili og í þinghúsinu á Breiðamýri.
Húslestrar tíðkuðust þegar hún var barn - fyrst las afi hennar og síðar faðir hennar. Sálmar voru sungnir. Mikill söngur var á heimilinu. Þau æfðu blandaðan kór heilan vetur þegar hún var orðin fullorðin.
Ekkert var ræktað af grænmeti nema kartöflur. Á bænum voru 5 mjólkandi kýr auk nauts og kálfa. Kýrnar hétu Lind, Grána, Teista og Bleikja (sem hún nefnir). Unnið var úr mjólkinni. Mikið borðað af skyrhræring. Sem spari var gefinn sykur á skyrið.
Helst var borðað saltkjöt og baunir auk silungs sem veiddur var í Vestmannsvatni. Faðir hennar fékk bíl á haustin með fisk sem hann saltaði og hengdi upp. Fiskurinn kom frá Húsavík.
Tvö orgel voru á bænum og var þeim fyrst bjargað af öllu út í stórhríðina. Fóru illa en voru gerð upp á Ljósavatni. Orgel föður hennar er enn á Helgastöðum.
Fólki var dreift á bæina í kring. Þau áttu engin föt að vera í. Gekk í marga mánuði í sömu fötunum. Strax um vorið var sement sótt á sleða, brunarústirnar grafnar upp og byggt á sama stað. Um sumarið bjuggu þau í fjárhúsi. Lýsir aðstæðum. Fluttu í steinhúsið fokhelt um haustið. Systir afa hennar fór um Reykjavík og safnaði notuðum fötum í poka fyrir fjölskylduna.
Húsakynni á Helgastöðum voru glæsileg. Húsið var áður prestsetur. Húsið brann í grenjandi stórhríð í janúar 1932. Kviknaði í út frá olíulampa í lofti. Eldur var kominn í tréspæni sem var einangrun á lofti. Við húsið var fjós og flúði móðirin með Hrafnhildi og litla systur hennar út á fjóshlað. Lýsir ástandinu. Allt brann innanhúss. Fjósið hefði brunnið ef nemendur í Laugaskóla hefðu ekki komið og hjálpað til. Vatn var sótt í brunn, halað upp í fötum.
Á vetrum voru engir aðdrættir. Allt var keypt á haustin. Olíufat fyrir ljósin, mjölvara í pokum. Snjóþungt var á árum áður. Börnin hlökkuðu til að snjórinn kæmi svo þau gætu gert snjóhús. Hana langaði til að fara með lampa í snjóhúsið en ljósið logaði ekki vegna súrefnisskorts.
Afinn og amman bjuggu á heimilinu. Segir að lítið hafi breyst frá þeirra síðasta tíma og hennar fyrsta. Gaman var þegar hann kom úr póstferðum. Kom með skeljar handa krökkunum. 18 manns var í heimili að Helgastöðum.
Alla langaði að fara á Alþingishátíðina. Fara þurfti með skipi. Margir fóru suður. Fólkið svaf í lest skipsins á leiðinni suður. Sagt var frá Kristjáni konungi þegar heim kom. Segir skemmtisögu af lágvöxnum manni.
Man efti Benedikt á Auðnum, en systir hans var gift bróður móður hennar. Bjó hjá Sigurði og Unni skáldkonu (Huldu). Söfnun Benedikts þótti mikið framtak og áhugi var á því. Rímur voru kveðnar á Húsavík, einkum Egill Jónasson. Man ekki eftir langspilum á Húsavík. Marinó Sigurðsson bakari var fyrsti harmonikkuleikarinn á Húsavík. Eignaðist þrjú börn en systir hennar 7 börn. Hún lést frá þeim 32 ára. Hún tók 4 börn til sín meðan hún var lifandi. Vel tókst til. Segir frá nokkrum barnanna.
Leiklistin kom snemma í sveitina hjá honum. 1924 var byggt samkomuhúsið og er þar settur lítill pallur sem leikið var á. Þá fóru menn að skrifa stutta leiki til að sýna við ýmis tækifæri. Verkið Kinnahvolssystur var jafnvel sett upp.
Æviatriði
Sótti alla dansleiki sem voru í samkomuhúsinu. Varð ósáttur síðar að 16 ár unglingar mættu ekki vera á dansleikjum með fullorðnum. Fór 10 ára á dansleiki. Spilaði sjálfur á dansleikjum á harmonikku. Keypti harmonikki af Baldri Árnasyni á Hallbjarnarstöðum. Segir frá harmonikkuleikurum við Þistilfjörð. Fyrr léku á orgel við dansleiki svo og munnhörpur og hárgreiður og dönsuðu við. Fyrstu nikkurnar voru tvöfaldar, en hans var hnappanikka með 120 bössum. Finns bera of mikið af hrjúfum tónum í tónlistinni í dag.
Fengu síma fyrir 1950 en fyrst kom hann í hluta af sveitinni. Fyrr hafði verið sími á tveimur bæjum. Menn hlustuðu hver á annan.
Hlustuðu helst á fréttir í útvarpi. Einnig á messur á sunnudögum. Stundum var sungið með. Fyrr sóttu menn meira messur en er síðar varð.
Kyrrstaða var í sveitinni til 1940. Fyrsta dráttavélin kom 1952, Farmal Cub. Honum fylgdi sláttuvél og hægt var að beita henni á engjar. Sumt hefur gengið of hratt að hans mati. Alltaf að koma eitthvað nýtt. Fyrstu bestu lausnir sem menn fengu var að byggja hlöðu yfir heyið. Lýsir ýmsum framförum. Telur að mörgum hafi liðið vel í gamla daga þótt þeir hefðu ekki alla þessa tækni.
Rifjar upp elstu minningu sína frá jólum. Heillaðist af jólunum. Fékk lítið kerti frá móður sinni og heillaðist af ljósinu. Eignast sitt fyrsta barn rétt yfir jólin og fer að velta fyrir sér jólaguðspjallinu.
Segir frá draumi sem hann dreymdi. Rifjar upp að hann hafi verið 60 ár við refaveiðar og draumi í tengslum við þær. Segir frá draumi sem hann dreymdi um mann sem færði honum tófu. Telur drauma hafa fært sér vissar sannanir.
Rifjar upp þegar þau fengu útvarp sem kom fljótlega. Heillaðist af að heyra í fjarlægu fólki. Fyrstu útvörpin voru drifin af rafhlöðum. Rifjar upp gamlan mann á nálægum bæ sem vildi koma og hlusta á veðurfregnir. Var það vegna þess að fólk vildi ekki eyða rafmagni í að hlusta á þær á sínu heimili. Á milli bæjanna var vatn. Maðurinn gat stytt sér leið yfir vatnið þegar það var frosið til. Maðurinn lenti síðar í vatninu og drukknaði. Lýsir slysinu. Dreymir manninn nóttina eftir. Maðurinn hét Þórður Benjamínsson. Þetta var í kringum 1950.
Ekki voru lesnir húslestrar á heimilinu nema á hátíðum. Eftir að bók Haraldar Níelssonar og Einars H. Kvaran kom út var hún mikið lesin í staðin fyrir eldri hugmyndir. Spíritisminn féll mörgum betur en eldri trúarreglur. Trúmál skiptu miklu máli. Sterk trú á Guð og Jesú Krist. Segir frá hugsunum sínum um stríð og styrjöld á himnum þar sem Guð réði öllu. Trúir á hið góða og það muni sigra. Segir frá hve trúin og kirkjan er honum kær og trúinni á heimilinu. Móðir hans trúði á álfa og taldi sjá ljós í klettum. Hefur aldrei séð neitt sjálfur.
Rifjar upp þegar hann var um tvítugt er hann tók við búi móður sinnar. Búskapurinn gekk vel alla tíð. Rifjar upp niðurskurð á riðufé árið 1986
Árið 1924 er byggt samkomuhús í sveitinni. Þar er fyrsti staðurinn þar sem margir gátu komið saman í einu. Í húsinu var sett upp skólastofa og þar gekk hann í skóla í þrjá vetur, þrjá mánuði hvern vetur. Fór ekki frekar í skóla. Hafði gaman af íslandssögu, kristnifræði og reikningi.
Lýsir skólagöngu þegar hann var 9 ára. Þá var skóli að hluta á Grásíðu. Skipt var í tvær deildir, eldri og yngri og var námið þrjú ár. Lýsir leik barnanna og gleðina við að leika við aðra. Átti að fara í skóla 10 ára og var í þrjá mánuði.
Þegar hann var ungur var kominn kirkjukór í sveitinni, en hann tók við af forsöngvara kirkjunnar. Það þótti framför. Til þeirra kom maður af austurlandi sem var tónlistarmaður. Hann hét Steinþór Þorgrímsson. Er þar um 1935. Þorgeir tók þátt í kórnum. Maðurinn bauð honum að kenna honum á orgel en Þorgeir þáði ekki og sér alltaf eftir. Hafði gaman af söng og tónlist. Söng mikið við vinnu sína. Á bók með um 200 textum og lögum frá um 1940 og kann hann öll lögin. Byrjaði á að syngja tenór í kirkjukórnum en var þá ekki kominn í mútur. Fór síðar í bassann. Telur að mikið hefði vantaði ef ekki væri söngurinn.
Ekkert hljóðfæri var á Grásíðu en á næsta bæ var til orgel og langspil. Bærinn hét Ólafsgerði, en er kominn í eyði. Þar ólust upp mörg börn. Fólkið á bænum var áhugasamt um söng og hljóðfæraleik. Voru virkir þátttakendur í tónlistarlífinu í sveitinni. Staðið var við að spila á langspilið og var það látið standa á borði. Fjárlögin voru sungin mikið.
Mikið var borðað af grjónagraut úr bygggrjónum. Síðar koma hafra- og hrísgrjón. Reynt var að hafa mjólk í öllum mat. Kjöt var borðað af skepnum. Man ekki eftir að borðað hafi verið lambakjöt. Lambið var það eina sem seldist. Fullorðið fé var borðað. Einstaka menn borðuðu hrossakjöt en margir höfðu ótrú á því. Lítið var um fiskmeti. Á Grásíðu var hægt að fá silung allt árið um kring. Veiddist í uppsprettum. Þá veiddist hann í net. Aldrei var veitt í gegnum ís, enda vatnið grunnt. Fyrst var veitt í hampnet. Lýsir silungsveiðum í net. Segir frá breytingum þegar nælon- og girnisnet komu. Ræðir um notkun og ofnotkun á landi.
Mikil hátíð var þegar stígvélin komu. Heyjað var í Víkingavatni sem náði í mitti. Oft kalt að slá. Man þegar farið var í vatnið til að slá þegar frosið var við land. Menn voru kappklæddir áður en þeir óðu út í vatnið. Menn stóðu 2-3 klukkutíma í vatninu. Gat samt tekið lengri tíma. Slegið var bæði fergin og stör. Fergin óx við botninn en störin var slegin ofaná. Skepnur sóttu mikið í fergin en það var næringarríkt. Mikið var heyjað á útengi en lítið tún heimafyrir.
Skór voru eingöngu skinnskór. Þau voru afháruð og verkuð og skinnið var þurrkað þar til það var orðið mjúkt. Þá skorið í skæði og skór búnir til úr því. Þótti erfitt að nota - var hált í þurrkum á sumrin. Á þeim tíma voru engin stígvél. Þá voru gerðið skinnleista úr húðum sem náðu upp undir hné. Voru sauðskinn og húðir. Gat vel verið vatnshelt. Síðar komu skór úr gúmmíi og stígvél og þá breyttist mikið.
Menn fóru á milli staða gangandi eða á hestum. Rifjar upp þegar hann var strákur að móðir hans fór í heimsókn í Öxarfjörðinn. Þau fóru þá gangandi. Undi glaður við sitt þótt lítið væri.
Systkinin ólust upp hjá móður þeirra en hún réð vinnumenn til að hjálpa sér. Búskapur var í kyrrstöðu og engir peningar til. Mikil deyfð var yfir mörgu. Til var nógur fiskur, en hann seldist ekki því enginn átti peninga. Þetta var á krepputímum.
Á sveitabæjum á fyrri tíð var alltaf margt fólk. Á bænum voru fjögur alsystkin. Faðir hans lést áður en hann fæðist. Segir frá láti föður síns.
Lýsir húsnæði heima hjá sér. Húsin eru í einni samstæðu fyrir skepnur og menn. Hændist sem ungur að skepnum. Segir frá þegar hann er 9 ára gamall var vondur vetur og vont vor og mikið heyleysi. Það hafði áhrif á hann fyrir lífstíð. Tókst alla tíð að hafa nægar fyrningar að vori. Ekki höfðu allir nægan mannskap til að heyja. Rifjar upp þegar hann var lítill strákur að hann fór oft út til kinda og hesta. Þar gat hann unað sér við að klappa skepnunum. Lýsir fallega samskiptum sínum við dýrin.
Menn voru pólitískir í sveitinni, flestir voru framsóknarmenn. Var sjálfstæðismaður. Þoldi illa sumt af því sem Framsóknarmenn fóru með. Þótti framsóknarmenn helst að þeir vildu hafa sína höfðingja og voru alltaf að hlúa að sínum nánustu. Það gerðu sjálfstæðismenn ekki. Helstir voru Ingólfur á Hellu og Pétur Ottesen sem voru leiðandi öfl um búskaparhætti.
Segir frá vinnustofu sinni á Hjúkrunarheimilinu þar sem hann býr. Þar hefur hann aðstöðu til að mála. Hafði áður aðstöðu hjá Verkalýðsfélaginu og hjá Ásgeir Guðmundssyni. Nýbúinn að halda sýningu, þegar viðtalið var tekið með 50 nýjum myndum. Að lokum er vélinni rennt yfir nokkrar mynda hans í vinnustofunni.
Æviatriði
Segir frá Tónakvartettinum en undirleikari hans er Björg Friðriksdóttir. Þá kennir hún raddir og leikur undir hjá Sólseturskórnum (eldri borgarar).
Leikur á hrmonikku.
Man eftir munnhörpum og hárgreiðum og að hafa leikið á þau. Spilaði á þau sér til skemmtunar. Á Húsavík voru Björn Steindór Björnsson og Grímur Sigurjónsson. Hann spilaði á skólaböllum. Grímur var skemmilegur spilari.
Man óljóst eftir Benedikt á Auðnum - var langafi konu hans. Kona Benedikts spilaði á harmonikku og harmonikkuskóli fyrir díatónískar harmonikkur er til á Húsavík. Lýsir honum.
Man þegar hann heyrði fyrst í Friðrik á Halldórsstöðum. Hann var með píanóharmonikku. Var þá barn. Lýsir því hvernig hann reyndi að herma eftir henni.
Algengt var að haldin voru síldarböll á sumrin, kvöld eftir kvöld í brælum. Sjómenn pöntuðu böll. Spilaði á slíku balli 15 ára gamall. Keypti fyrst 72ja bassa nikku. Hnappanikkur fengust ekki. Norskir sjómenn komu til Húsavíkur. Einn sjómaður kom og lék með þeim á balli. Blómlegt menningarlíf var á Húsavík. Ber saman nútímann og gamla tíma varðandi tónleikahald.
Fólk ekki mikið í sveitina - var mikið fyrirtæki þar sem það þurfti bíl. Sveitaböll voru á laugardagskvöldum en samkomur á sama tíma á Húsavík þar sem hann var að spila sjálfur. Spilaði síðar með Reyni Jónassyni og Ingimundi í 20 ár.
Ekki var algengt að orgel væru á bæjunum. Í hans nágrenni voru 4 harmoníum. Kom oft á þeim heimili vegna orgelanna. Vissi til að Sigurjón á Laxamýri gaf Árna pening fyrir kú. Árni keypti orgel fyrir peninginn.
Kaupfélag var á Húsavík. Man eftir að hver maður varð að fá hefti hjá kaupfélaginu - úttektarmiðar. Þeir sem áttu inni í reikningi gátu tekið út. Rifjar upp miðana og notkun þeirra.
Mikið var sungið á hans heimili. Afinn bjó í félagið við föður sinn. Sungið var raddað á heimilinu. Sumar stúlkur voru í kór og kunnu millirödd. Engar söngbækur voru til. Fengu ekki útvarpstíðindi á þeirra heimili, man þó eftir að hafa séð þau. Mikið var hlustað á eldhússdagsumræður og pólitík mikið rædd.
Fyrstu hljófæraleikararnir voru nikkarar, Haraldur Björnsson og Marino Sigurðsson. Spilaði með Haraldi um tíma á dansleikjum. Karlmenn sátu annars vegar og konur hinsvegar. Miki dansað af völsum, rælum Galoppum, Marsúrkar og Svensk maskerade. Sjálfsagt var að hefja dansleikinn með marsi. Sá sem stjórnaði marsinum var dansstjóri. Dansað var fram á nóttina. Byrjuðu ekki fyrr en eftir dagskrá, ræðum, bögglauppboðum og leikþáttum.
Fyrstu hljófæraleikararnir voru nikkarar, Haraldur Björnsson og Marino Sigurðsson. Spilaði með Haraldi um tíma á dansleikjum. Karlmenn sátu annars vegar og konur hinsvegar. Miki dansað af völsum, rælum Galoppum, Marsúrkar og Svensk maskerade. Sjálfsagt var að hefja dansleikinn með marsi. Sá sem stjórnaði marsinum var dansstjóri. Dansað var fram á nóttina. Byrjuðu ekki fyrr en eftir dagskrá, ræðum, bögglauppboðum og leikþáttum.
Mikið var borðað af fiski á heimilinu. Alltaf var nóg sjófang. Foreldrarnir áttu kindur og alltaf nóg kjöt. Mikið borðar af svartfugl. Gert var út á svartfugl á vissum tíma þegar fuglinn kom inn í flóann eftir loðnunni. Soðinn, steiktur og reyktur. Lítið var um ræktun á Húsavík utan kartaflna. Svolítið var ræktað af grænkáli og rófum.
Vissi til að karlakór hafi verið á Húsavík sem hét Skjálfandi. Stefán Guðjohnsen verslunarstjóri stjórnaði honum. Þá var til kvennakór verkakvennafélagsins. Hulda Valdimarsdóttir leiddi hann með orgelspili. Karlakórinn Þrymur kom eftir 1933 og kirkjukór hefur alltaf verið. Friðrik A Friðriksson og kona hans höfðu mikil áhrif á tónlistarlífið.
Byrjaði sjö ára í skóla fram að fermingu. Mikið var sungið og mikil leiklist hefur verið á Húsavík en hún hófst um aldamótin 1900. Ritaðar heimildir eru til um leiklist frá þeim tíma. Nefnir helstan sem stóð fyrir slíkum sýningum Sigurð Kristjánsson síðar verslunarstjóri Kaupfélags Eyfirðinga. Byrjaði að leika hjá honum hjá leikfélaginu. Lék smalann í Manni og konu.
Nokkrir hermenn komu til Húsavíkur og voru með kamp í fjörunni. Segir frá yfirmanni þeirra.
Bílar voru farnir að fara fram í sveitina. Man eftir þegar Skjálfandafljótsbrúin, neðri var vígð. Fór fram í Kinn með móður sinni á ferju. Samgöngur við Akureyri voru að farið var yfir Fljótsheiði við Fosshól. Það tók heilan dag að komast til Akureyrar. Bílum fór ekki að fjölga fyrr en um 1940.
Í skólanum var söngkór sem Sigurður var í. Séra Friðrik A. Friðriksson og Ásbjörn Stefánsson leiddu kórinn.
Ekkert hljóðfæri var á heimilinu en mikið sungið. Faðir hans kvað gjarnan rímur. Hann var sjómaður og söng alltaf á útstími. Læri mörg lög eftir útvarpi. Man ekki eftir að hafa séð langspil.
Segir frá þegar hann sem barn fór á konsert Karlakór Reykhverfinga sem Sigurjón Pétursson kórstjóri. 90% af verkfærum karlmönnum voru í kórnum. Þá var það Karlakórinn Þrymur sem Friðrik A. Friðriksson stjórnaði. Gekk í hann þegar hann var 15 ár.
Afinn og amman bjuggu með fjölskyldunni síðustu árin. Þau ræddu oft gamla tíma.
Fyrsta útvarp var þannig að 3-4 heimili voru tengd við eitt útvarp með hátalara, um miðjan fjórða áratuginn. Mikið var hlustað á leikrit á laugardagskvöldum og danslögin sem komu á eftir. Um daginn og veginn í flutningi Jóns Eyþórssonar. Fólk söng ekki sálmana með þegar hlustað var á messur. Húslestrar voru aflagðir þegar hann man eftir.
Mikið var sungið í afmælum. Prestfrúin settist við orgel og allir tóku undir. Fólk raddaði sjálft.
Æviatriði
Haraldur Guðmundsson kom frá Norðfirði og hjálpaði mönnum af stað við að koma upp lúðrasveit. Pantaðir voru lúðrar frá Tékklandi. Sigurður stjórnaði. Erlendir kennarar komu til tónlistarskólans og kenndu. Reynir Jónasson stjórnaði sveitinni meðan hann starfaði á Húsavík. Sveitin fór í tónleikaferð til Finnlands, til vinabæjar Húsavíkur. Með voru Ásgeir Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson auð Guðmundar Norðdal. Hjónin segja nánar frá ferðinni.
Ingibjörg Steingrímsdóttir byrjaði að kenna á píanó á Húsavík um 1956. Hún kenndi aðeins á kvöldin. Steingrímur Matthías Sigfússon var skólastjóri barnaskólans. Hann og Sigurður komu því á að tónlistarkennslan var felld inn í almenna kennslu í skólanum. Þetta var um 1972. Tónlistarskólinn og grunnskólinn starfa í náinni samvinnu. Rifja þetta upp.
Helgi í Leirhöfn var með skinnhúfugerð, þóttu mjög góðar. Húfurnar fóru um allt land.
Kveðskapur tíðkaðist ekki á heimili hennar. Hafði gaman af að læra ljóð utanað. Sérstaklega þulur. Sigurður maður hennar kemur inn í viðtal og rifjar upp upp að gömul kvæði séu oft að koma upp í hugann.
Var komin yfir fermingu þegar sími kom á heimilið. Gítarar voru algengir á Húsavík og móðir hennar lék á gítar. Man eftir fiðluleikurum í sveitinni, Garðar á Lautum. Sigurður Kristjánsson lék á fiðlu á dansleikjum og Björn Kristjáns. Ekki var farið að syngja með danshljómsveitum fyrr en eftir 1950. Það kom með hernum. Þá fóru að koma borð í salinn og stóla þar við.
Friðrik A Friðriksson kom 1933. Hann kom með mörg ný lög, eins og eftir Foster. Kom með Bláu bókina sem kölluð var. Vakna Dísa og fleiri lög. Friðrik orti og þýddi texta við þessi lög og karlakórinn Þrymur söng. Koma þeirra hjóna var skipti miklu fyrir bæinn.
Bróðir hennar lék á dansleikjum en hann Steingrímur Birgisson. Lék á píanó. Lék með manni hennar, Sigurði Hallmarssyni. Venjulega var byrjað á ræðum og upplestrum og söng og dansað á eftir. Þetta voru fjáröflunarsamkomur og tíðkaðist hjá öllum félögum. Kvenfélagið stóð fyrir barnaballi eftir jólin. Skipt var í tvennt eftir aldurshópum.
Man þegar útvarpið kom. Fyrst fékk afinn í Túnsbergi útvarp. Á laugardalskvöldum var hann heimsóttur og hlustað á útvarpið. Leikritin heilluðu mikið. Man eftir að heyra Helga Hjörvar lesa Bör Börson.
Kórar störfuðu í barnaskólanum þegar hún gekk í skóla. Fyrst var það Ragnheiður Benediktsdóttir sem stýrði kórunum og kenndi á orgel, var organisti. Guðfinna Jónsdóttir skáldkona frá Hömrum í Reykjadal tók við af henni. Báðar létust úr berklaveiki, sem var algeng um tíma á Húsavík. Allir reyndu að hjálpast að í þessum veikindum fólks.
Mikið var sungið á hennar heimili, Fjárlögin og Organtóna. Eignuðust Everybodys Favorit Songs. Sungu textana á ensku.
Segir frá Benedikt á Auðnum sem var orðinn 93ja ára gamall þegar hann dó. Rifjar upp söfnun hans á þjóðlögunum og þátttöku konu hans í því starfi. Hún spilaði á díatoniska harmonikku. Segir nánar frá henni.
Foreldrar hennar höfðu lært nótur og hljómfræði. Pappinn hafði lært hjá pabba sínum en mamma hennar lærði hjá konu við eftirnafnið Blöndal á Húsavík. Amma hennar var dóttir Benedikts frá Auðnum.
Faðir hennar vann við bókhald hjá Kaupfélaginu. Mikil tónlist var á heimili hennar. Foreldrarnir keyptu orgel þegar hún var tíu ára gömul. Foreldrarnir og amma hennar spiluðu. Amma hennar og afi bjuggu á heimilinu. Afinn og amman fluttu til Húsavíkur þegar hann fékk vinnu við byggingu kirkjunnar 1907. Segir frá þegar hús afa hennar og ömmu brann og afinn brann illa. Bærinn hét Stóru-Laugar í Reykjadal.
Mikið var leikið á Húsavík. Foreldrar hennar tóku bæði þátt í því. Æft var á heimili hennar, einkum þegar söngur var í leikritinu. Raddæfingar á 2. tenór í karlakórnum fór einnig fram á heimilinu.
Les kvæðið Nú angar af sumri um Súgandafjörð eftir Gunnar M. Magnúss.
Æviatriði.
Syngur kvæðið Diddi drullu þambar.
Syngur kvæðið Ó húsbóndi góður ég hef ekkert kver
Syngur kvæði sem tengdafaðir hans söng oft eftir Álf Magnússon, Ferð til Ísafjarðar.
Syngur kvæðið Alltaf þegar ég á frí
Syngur kvæðið Finnbogi, Finnbogi, Finnbogi minn.
Segir frá „Bleiku bókinni“ sem hann skrifaði niður í nokkur kvæði sem hann söng í æsku.
Spurt um verslanir á Suðureyri. Segir frá breytingum í útgerð. Segir frá kvenfélaginu á staðnum.
Syngur kvæðið Tunglið má ekki taka hann Óla
Syngur kvæðið eftir Pál J. Árdal: Hún var ekkert smáræði.
Syngur kvæðið Hún Sigga datt í kjallarann
Syngur kvæðið Hversu gömul er hún þá hún litla Tóta.
Segir frá þjóðsöng Súgfirðinga og syngur fyrsta erindið, Nú angar af sumri um Súgandafjörð.
Spurt um hver var skólastjóri að Núpi í Dýrafirði þegar hann var það. Spurt um músíklíf að Núpi.
Segir frá frekara námi í Samvinnuskólanum í Reykjavík.
Syngur kvæðið Friðrik sjöundi kóngur.
Segir frá hver var Kaupfélagsstjóri við Kaupfélag Súgfirðinga er hann hóf störf.
Segir frá því þegar hann fór að vinna hjá Kaupfélagi Súgfirðinga og störfum sínu þar. Segir frá þegar hann var ráðinn til Fiskiðjunnar Freyju. Segir frá þegar þau hjónin fluttu til Reykjavíkur árið 1984 þar sem hann starfaði hjá Olís.
Segir frá landlegum á Siglufirði, fjölda skipa og fjölda fólks. Segir frá skemmtunum á Siglufirði.
Segir ítarlegar frá lífsferli sínu, sjómennsku (heyrist þegar frúin hitar vatn í kaffið). Segir frá þegar hann réri á „tvílembingi“ við síldveiðar. Segir frá nótabátum.
Segir frá Magnúsi Einarssyni kennara. Fer með vísu eftir Magnús og aðra sem ort er á móti honum.
Spurt um orgel í samkomuhúsinu áður en kirkjan var vígð.
Spurt um söng og söngkennslu í barnaskólanum.
Spurt um hvenær trommur komu á staðinn. Spurt um dansleiki fyrr á tímum. Segir frá harmonikuleikurum á Suðureyri.
Spurt um dans og danstónlist. Segir frá því þegar hann spilaði á böllum.
Spurt um kirkjukórinn og þegar sr. Jóhannes kom og tók við kórnum. Segir frá kvartett sem hann söng í.
Segir frá þegar útvarpið kom.
Spurt um lestur húslestra. Segir frá messum í samkomuhúsinu áður en kirkjan var vígð 1937.
Spurt um aðdrætti.
Spurt um samgöngur á sjó og landi.
Spurt um stúkur. Segir frá ýmsum félögum sem störfuðu á Suðureyri.
Spurt um leiklist á Suðureyri. Segir frá verkum sem leikin voru. Tók þátt í að leika með leikfélaginu.
Spurt um menningarlíf þegar hann var að alast upp. Segir frá kirkjukórnum.
Segir frá stofnun kirkjukórs við kirkjuna.
Spurt um organista í kirkjunni. Segir frá tengdaföður sínum sem var organisti
Spurt um hver var prestur þegar hann var að alast upp (sr. Halldór Kolbeins). Segir frá sr. Halldóri í Vestmannaeyjum.
Spurt um báta á Suðureyri. Talar um útgerð og stækkandi flota.
Segir frá því þegar hann fékk vinnu við að „kippa“ þorskhausa.
Segir frá heimilisaðstæðum þegar hann var að alast upp. Segir frá þegar krakkar breiddu fisk til þerris og hvernig boðað var til vinnu með því að hringja bjöllu.
Spurt um kveðskap.
Syngur kvæðið Súgfirðingar öllum ögra.
Segir frá því þegar Halldór Laxness var á ferð í héraðinu að kynna sér málfar fólks um landið. Segir frá þegar hann heimsótti ömmu hans. Segir frá mönnum sem töluðu vestfirsku. Nefnir vísu sem dæmi.
Æviatriði. Segir frá foreldrum og systkinum.
Spurt um kveðskap. Segir frá þegar amma hans söng við vinnu, rímur, vísur og revíusöngva. Syngur fyrstu tónana úr ljóðabálknum um Gunnar á Hlíðarenda.
Segir að lenska hafi verið í Dýrafirði að þegar sagt var frá einhverju var ávalt hermt eftir sögumanni, jafnvel allar persónurnar leiknar.
Segir frá þegar hann sáði höfrum og fóðurkáli saman og vandamál til að kaupa það.
Segir frá því þegar útvarpið kom og hvað hlustað var á, einkum messur og eldhússdagsumræður.
Segir frá vegalagningu yfir heiðina og ræktun þar sem ýtan var notuð.
Segir að aldrei hafi verið rædd pólitík á heimilinu og hvernig hann hafi orðið framsóknarmaður.
Segir frá þegar síminn kom.
Rifjar upp þegar keyptur var snjóbíll.
Segir frá Guðmundi Bernharðssyni og framfaramálum hans, m.a. í ræktun og vegalagningu.
Spurt um leikstarfsemi. Segir frá einstökum mönnum sem léku.
Segir frá er samkomuhús var byggt og vígt 1944 á Ingjaldssandi.
Segir frá Ungmennafélaginu Vorblóm sem stofnað var 1908 og söng á þess vegum.
Rætt um félagslíf á Ingjaldssandi og sönglífi og söngkennslu og organista.
Segir frá starfi sínu sem póstur á svæðinu.
Segir frá aðdrætti.
Segir frá íbúum á Ingjaldssandi og vegi þangað.
Segir frá skóla og skólagöngu.
Segir frá því þegar Guðmundur keypti jarðýtu. Segir frá bændafélaginu Einingu.
slíkt kjöt var hanterað. Segir frá því að fólk á bænum Kvestu í Kvestudal hafi borðað kjötið kolsvart beint af skepnunni. Segir frá því þegar lítið var um mat á stíðrsárunum.
Spurt um húslestra.
Segir frá því að þegar skip er veiddu í hafi hafi komið inn á firðina og keypt fisk af landróðrabátum, og sigldu síðan á England. Þá var gefið í soðið.
Segir frá umræðum í baðstofunni og umræður foreldra sinna um að ná í mjöl og annað til brauðgerðar. Faðir hans skuldaði ekki í kaupfélaginu og fékk því ekki úttekt þar.
Spurt um hljóðfæraleikara í sveitinni.
Rætt um rafgeyma og hleðslu á þeim.
Segir frá þegar þau fluttu til Flateyrir og þegar hann hætti búskap.
Spurt nánar út í bæjarnafnið úr Íslendingasögunum. Rifjar upp frásagnir úr Gísla sögu Súrssonar.
Segir frá dansi þegar hann var barn - sagt frá þegar leikið var á hárgreiður og munnhörpur. Spurt um dansa.
Segir frá laginu „Er loníetturnar lét á nefið“. Segir frá ljóði sem hann segir að rangt sé farið með í nútímanum. Nefnir lög sem sungin voru undir dansi. Segir frá því hvernig hann lærði að dansa sem barn.
Segir frá er gestur kom í heimsókn þegar hann var 5 ára.
Spurt um kórstarfsemi. Segir frá Jónasi Tómassyni og starfi hans við að stofna kóra.