Hagakirkja; 3. harmonium

<p>Sóknarnefndarfundur 13. sept. 1964: ...kom sóknarnefnd Hagakirkju saman til fundar ásamt sóknarprestinum kl. 6:30 sd. Tilefni fundarins var fyrirspurn til sónkarnefndarinnar, hvort söfnuðurinn vildi þiggja að gjöf orgel-harmonium í kirkjuna, sem áætlað er að gefa til minningar um hjónin frá Þverlæk í Holtum Þau: Þorleif Kr. Oddson og Friðgerði Friðfinnsdóttur, en Þorleifur hefði orðið 100 ára hinn 21. sept nk.. Skýrði sóknarpresturinn sóknarnefndini frá samatali sínu við Kristínu Halldórsdóttur, sem haft hefur forgöngu í málinu og einnig álit Pálmars Ísólfssonar sem er sérfróður í þessum málum. Kom í ljós við athugun hans að hér er um mikinn kjörgrip að ræða, hvað hljóðfærið snertir og enda þótt Hagakirkja eigi þegar vel nothæft harmoinum, þá sé kirkju og söfnuði mikill fengur að slíkri gjöf. Samþykkti sóknarnefnd ásamt sóknarpresti samhljóða að veita áðurnefndri gjöf viðtöku með þökkum og fól sóknarnefndin sóknarprestinum að tilkynna þetta réttum aðiljum...</p>

Skjöl