Gaulverjabæjarkirkja; 2. harmonium

<p>Annað orgelið kom í kirkjuna í kringum 1920. Í kirkjustóli kirkjunnar stendur m.a. árið 1919: „Rætt um orgel kirkjunnar og messuklæði. Uppástunga um að menn skjóti saman sem flestir heimilisfeður, lambi eða lambsverði tekið mikið líflega og komu fram loforð um gjafir allríflegar.</p> <p>...ennfremur síðar sama ár:</p> <p> Samskot eru hafin til að kaupa kirkjunni hljóðfæri og messuskrúða.</p> <p> Árið 1927 segir um þetta annað orgel: „Prófastur (sr. Ólafur Magnússon í Arnarbæli) minntist á þá galla sem hann þegar rak augu og eyru í, sem sje: ofnleysi kirkjunnar, ófullkomið hljóðfæri, þátttökuleysi safnaðarins í kirkjusöngnum o.fl. Annars lætur prófastur þess getið, að frá hálfu orgelleikara og söngflokks fór söngurinn vel fram“.</p> <p> Árið 1928 segir í vistitasíubók prófasts: „Kirkjan er með kór og svalir í framkirkjunni á alla þrjá vegu. Þar er söngpallurinn með harmonium, sem sóknarmenn hafa með samskotum útvegað kirkjunni en af harmoníinu er illa látið“.</p> <p> Árið 1932 segir í kirkjustóli: „Hljóðfæri kirkjunnar er frá Healey og fremur ljelegt en getu þó enn dugað nokkuð“.</p>

Skjöl