Hallgrímskirkja í Saurbæ: 1. harmoninum

<p>1891 Safnaðarfundur: 1891. Hinn 20. f.m. var safnaðarfundur haldinn að Saurbæ að aflokinni embættisgjörð til að komast að raun um hve margir af þeim, er gjalda kirkjugjöld vildu fá orgel í kirkjna. Af 35 gjaldendum mættu á fundinn 26, og aðeins 1 af þeim greiddi atkvæði á móti því að orgel væri fengið, en 25 með því. Tilefni til þess að fundur þessi var haldinn var það að hreppstjóri, Jón Sigurðarson í Kalastaðakoti hafði boðið að lána 100 krónur til þess að orgel yrði fengið í kirkjuna, ef hann fengi tryggingu fyrir því að hann fengi þessar 100 kr. borgaðar af kirkjusjóði með 4 % vöxtum á ári hverju undir og kirkjan væri búin að borga lán það, er hún tók 1878 að upphæð 1000 kr. Í umboði sóknarnefndarinnar vil jeg því æskja þess að þér herra prófastur vilduð mæla með því við biskupinn yfir Íslandi, að hreppstjóri Jón Sigurðarson fengi áminnsta tryggingu fyrir láninu, því með öðru móti er vansjeð að orgel geti fengist. Saurbæ 21. okt. 1891. jón Benediktsson.</p> <p>Héraðsfundargerð 13. sept. 1892. Bónarbrjef var lagt fyrir hönd sóknarnefndarinnar í Saurbæjarsókn um leyfi til að taka 100 kr lán uppá Saurbæjarkirkju til orgekaupa til kirkjunnar; hafði það verið samþykkt af safnaðarfundi. Var sú beiðni samþykkt af hjeraðsfundinum og leyfi gefið fyrir fjárgreiðslu þessari með þeim skilmálum að fje þetta verði greitt af kirkjusjóði þegar búið er að borga lán það, er tekið 1878 upp á prestakallið til kirkjubygginar.</p> <p>27. ok. 1892. Íslands biskupsdæmi Með bréfi til stiptsyfirvaldanna, dags. 1. þ.m., hafið þér herra prófastur skýrt frá því að safnaðarfundur í Saurbæjarsókn hafi 20. september þ.á. með 25 atkvæðum af 36, sem atkvæði eiga í sókninni ákveðið að taka upp hljóðfæri við tíðagjörð í kirkju sinni, og hafi einn af sóknarmönnum boðizt til að lána 100 kr. til þeirra hljóðfæriskaupa, með því að kirkjan hefir ekkert fé, sem er enn í töluverðri skuld bæði við reikningshaldara og við landssjóð, þó með því skilyrði, að lánveitandi fái tryggingu fyrir endurborgun lánsins með 4% ársvöxtum, undir eins oo landsjóðslánið frá 1878, sem prestakallið tók vegna kirkjunnar, væri að fullu goldið. Hefir málið síðan verið borið upp á héraðsfundi og hann samþykkt 100 kr. lántöku uppá kirkjuna með nefndum kostun.</p> <p>Með því að vegna forsöngvaraleysis, hafi reynst erfitt að halda uppi söng í Saurbæjarkirkju eruð þér hljóðfæriskaupunum hlynntur og óskið að stipfsyfirvöldin með samþykki sínu til umræddrar lántöku veiti lánveitanda þá tryggingu, sem hann heimtar. Hér er sá verulegi agnúi á, að samkvæmt viðaukalögum 22. maí 1890 er það beint skilyrði fyrir hljóðfæriskaupi fyrir kirkjufé, að „fé sé fyrir hendi, sem kirkjan geti án verið“. Saubæjarkirkja hefir nú, eins og upplýst er, minna en ekkert fé fyrir hendi, og skortir því alla heimild til hljóðfæriskaupanna fyrir kirkjunnar reikning, eins og héraðsfund skorti heimild til að samþykkja umrædda lántöku. Annað hvort verður kirkjan að ver án hljóðfæris á meðan hana brestur fé til að borga það, eða að sóknarmenn verða að kosta það að öllu leyti. Loks skal þess getið, að mál þetta er eigi stiptsyfirvaldanna mál, með því að amtmaður hefir engin afskipti af fjármálum kirkna með biskupi fyrir utan það sem snertir ráðsmennsku yfir því kirknafé, sem lagt verður í hinn almenn krikjusjóð.</p> <p>Hallgr. Sveinsson. Til prófastsins í Borgarfjarðarprófaastsdæmi.</p> <p>1933. Visitasía prófasts. .. Þótt kirkjan sé í góðu ástandi er hún þó forn og svo er um ýmsa muni hennar svo sem harmonium og fleira, en um það er ekki á fást, þar sem í ráði er að „Hallgrímskirkja“ verði reist mjög bráðlega í Saurbæ, en þá verða að sjáfsögðu keyptir handa henni nýir og vandaðir munir, er hún þarfnast og henni verða samboðnir. Ofn er í kirkjunni.</p> <p>1941. Visitasía prófasts.. Kirkjan hefur eignast nýlegt harmonium í stað annars eldra, sem var orðið úr sér gengið.</p>

Skjöl

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 25.09.2017