Borgarkirkja; 1. harmonium

<p>Safnaðarfundur 2. ágúst 1885 í Borgarsókn... . ...Harmoníum sem hefur verið keypt handa kirkjunni fyrir samskot sóknarmanna er sem stendur ekki brúkað af því organista vantar og afhendist því ekki að svo stöddu. ...</p> <p>safnaðarfundargerð 30. sept. 1888.</p> <p>Liður 3: „ Þá kom söngurinn til umræðu. Presturinn gat þess að maður væri fáanlegur til að læra að spila á hljóðfæri kirkjunnar og taka þann starfa að sér á næsta vori, ef hann ætti vísa von á að hann fengi síðan 25 krónur þóknun árlega fyrr ómak sitt. Fundurinn samþykkti þetta þó með því skilyrði að maðurinn (Runólfur Pétursson frá Urriðaá) væri þá skyldur til að segja til einum eða fleiri unglingum eftir messu svo að til yrðu menn til að spila þegar hann færi sjálfur frá. – Runólfur óskaði eftir að hann fegni eins árs kaup útborgað fyrifram til að gjöra sér hægra fyrir með að kosta nám sitt yfir veturinn. – Þá kvartaði núverand forsöngvari, Snæbjörn í Borgarnesi undan að vera lengur forsöngvari ef honum yrði eigi gjörð skil á því kaupi sem samþykkt hafði verið að gjalda honum (6 kr. fyrir hvern ársfjórðun), en þeir fáu fundarmenn, sem eigi voru enn gengnir af fundi gáfu honum góðar vonir um að úr því mundi rætast, og var við svo gjört látið standa þangað til næsti fundur yrði haldinn.</p> <p>14. okt. 1888. .. ...Fundurinn samþykkti að gjalda Runólfi Péturssyni á Urriðaá 25 krónur í kaup árlega fyrir að leika á hljóðfæri kirkjunnar ef hann á sinn eigin kostnað tækist á hendur að læra organspil.</p> <p>7. ágúst 1892. var safnaðarfundur haldinn að Borg..... 5. Þá var rætt um söngkaup næsta ár og leitað samninga við Runólf frá Urriðaá, sem spilað hefur síðstliðið ár. Komst á svolátandi samningur að hann spili framvegis hjá okkur Borgarsóknarmönnum til jólaföstu gegn þeirri þóknun að fá 2 krónur fyrir hvern messudag sem hann kemur til að spila hvort sem messa kemst á eða eigi.</p> <p>21. sunnud. e. tr. (6. nóv) 1892 var safnaðarfundur haldinn á Borg eftir messu og hafði hann verið boðaður verið kirkju næsta messudag á undan. Var þá enn að nýju samþkkt í einu hljóði að kirkjan keypti hljóðfæri (orgel) það sem þegar hefur verið haft hér við guðsþjónustu í meir en ár, en sem enn er óborgað. – Þá var enn leitað samkomulags við Runólf forsöngvara og organleikara um að spila í kirkjunni framegis og varð svolátandi samkomulag að hann spilar fyrir 40 krónur um árið frá vorinu 1892 til vors 1893 að reikna og skal helmingur kaupsins borgaður í peningum en helmingur í innskrift eða öðru eftir samkomulagi.</p>