Hagakirkja; 1. harmonium

<p>Úr safnaðarfundargerð 29. maí 1898, liður 1: Prestur skýrði fundinum frá að orgel væri á boðstólnum með góðum kjörum, 140 kr. og lýsti því næst verðmuninum á hæfilegu orgeli og sæmilegri altaristöflu....Liður 2: lýsti prestur miklu brýnni þörf safnaðarins á hljóðfæri en altaristöflu þar sem svo væri komið að enginn fengist forsöngvarinn, hefðu orðið messuföll beinlínis fyrir þá sök, og þótt einhver kynni að fást, sem lítil von væri til, til að halda uppi söng, mundi hann nú orðið alla eigi fást nema fyrir kaup – væri þá eigi nær eða betra að kosta barkasöng en orgelsöng, sem betri væri og vissari o.s. frv... Liður 3.: Bað prestur fundarmenn að greiða atkv. um hvoru þeir héldu fram: orgeli eða altaristöflu, fór atkvæðagreiðslan fram með handakalli og fjell þannig: með orgeli voru: Guðjón bóndi Þverlæk, Loptur bóndi Stúfholti, Guðm. bóndi s.s.t. Jóhann bóndi Læk, Kristján bóndi Ketilsstöðum, Þórður bóndi Haga, Þorleifur s.st. , Ófeigur Guttormshaga, Erlendru bóndi Gíslholti, Guðmundur bóndi Haga, Guðmundur bóndi Kambi. Móti. Enginn. Var því samþykkt að verja tjeðum peningum til orgels til kirkjunnar og var presti og sóknarnend falið að gjöra kaupin og annast um góðan flutning orgelsins frá Rvk. Taka skyldi tilboðna orgel, ef það álitist sæmilegt. </p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Framleiðandi
Gerð Ekki skráð
Staðir
1898 - 1906