Bæjarkirkja; 1. harmonium

<p>Safnaðarfundur 2. ágúst 1885 í Borgarsókn... . ...Harmoníum sem hefur verið keypt handa kirkjunni fyrir samskot sóknarmanna er sem stendur ekki brúkað af því organista vantar og afhendist því ekki að svo stöddu. ...</p> <p>safnaðarfundargerð 30. sept. 1888. Liður 3: „ Þá kom söngurinn til umræðu. Presturinn gat þess að maður væri fáanlegur til að læra að spila á hljóðfæri kirkjunnar og taka þann starfa að sér á næsta vori, ef hann ætti vísa von á að hann fengi síðan 25 krónur þóknun árlega fyrr ómak sitt. Fundurinn samþykti þetta þó með því skilyrði að maðurinn (Runólfur Pétursson frá Urriðaá) væri þá skyldur til að segja til einum eða feiri unglingum eftir messu svo að til yrðu menn til að spila þegar hann færi sjálfur frá. – Runólfur óskaði eftir að hann fengi eins árs kaup útborgað fyrirfram til að gjöra sér hægra fyrir með að kosta sig yfir veturinn. – Þá kvartaði núverand forsöngvari, Snæbjörn í Borgarnesi undan að vera lengur forsöngvari ef honum yrði eigi gjörð skil á því kaupi sem samþykkt hafði verið að gjalda honum (6 kr. fyrir hvern ársfjórðun), en þeir fáu fundarmenn, sem eigi voru enn gengnir af fundi gáfu honum góðar vonir um að úr því mundi rætast, og var við svogjört látið standa þangað til næsti fundur yrði haldinn... .</p> <p>Safnaðarfundargerð 14. okt. 1888. ...Fundurinn samþykkti aðgjalda Runólfi Péturssyni á Urriðaá 25 krónur í kaup árlega fyrir að leika á hljóðfæri kirkjunnar ef hann á sinn eigin kostnað tækist á hendur að læra organspil.</p> <p>Til prófasts 15. jan 1889. .... Til svars upp á bréf yður velæruverðugi herra dómkirkjuprestur dags. 5. þ.m.a og samdægurs meðtekið læt ég eigi hjá líða að ... . Sömuleiðis hafa systkynin Runólfur og Þórey Pétursbörn verið talin ti heimils á Leirulæk í fyrra. Í vetur hef ég einnig, þó með athugasemdum talið nefndan Runólf sem heimilsmann að Urriðaá í Álptanessókn, þótt hann dvelji nú um tíma í Rvk. til að læra að spila á orgel.</p> <p>Árið 1900 stendur eftirfarandi í reikningum kirkjunnar: -Keypt orgel fyrir 215. - Borgaðir vextir af nokkru af orgelverðinu 2.85 - Borgað til Jóns í Bæ fyrir útskipun á orgeli. 0.50 - Borgað til reikningshaldar fyrir ferð ofan í Borgarnes að kaupa orgel. 3.00<

Tengt efni á öðrum vefjum