Hvanneyrarkirkja; 1. harmonium

Safnaðarfundargerð 2. júní 1881. ... Þá las presturinn upp brjef er maður nokkur, Runólfur Þorsteinn Jónsson á Vatnshömrum hafði riatað sóknarnefninni. Í því bjrefi var talað um þau safnaðarvandræði, að enginn er forsöngvari við Hvanneyrarkirkju, svo að presturinn sjálfur, verður að vera fyrir öllum söng. Vildi hann láta verja nokkrum tíma eptir messu á sunnudögum, ungum lysthafandi mönnum til æfngar í söng, þar eð ske mætti að eitthvað óþekkt kæmi í ljós við þá yfrskoðun, ef sá væri nokkur, sem vildi eða gæti undirvísað öðrum í þeirri grein, sem þó er ekki að göra ráð fyrir nema ef hlutaðeiganei sóknarprestur vildi taka það að sjer.

Visitasía 6. sept. 1901. ...Með leyfi stiftsyfirvalda og amtráði suður amtsins hefir verið keypt orgel til kirkjunnar fyrir fé hennar og kostaði það heimflut 280 kr. 12au og telst framvegis með munum kirkjunnar. Var orgelið sett í kirkjuna síðastl. haust og spilað á það við guðsþjónustur síðastl. vetur, en í sumar hefur það farist fyrir vegna þess að organisti hefur ekki fengist með ljúfu móti. Er nú skorað á sóknarnefndina að sjá ráð til að orglið verði notað og ætlar hún hið fyrsta að halda safnaðarfund að ráða fram úr því málið.

Reikningur kirkjunnar: 1900-1901: Organ keypt handa kirkjunni. 280.12

Visitasía 1905. 13. okt. ...Þar er nú kirkja nýbyggð í stað kirkjunnar, er fauk í ofveðri 14. nóv. 1902 ... Kirkjan á engin graftól og enga muni aðra en orgel, hökul og rykkilín. Aðrir munir hennar eyðilögðust í foki eldri kikjunnar eða í bruna skólahússins og þar á meðal sálmabækur.

Visitasía 1911. ... Harmonium á kirkjan sem er notað ...

1923. Visitasía prófasts: Í kirkjuna vantar altaristöflu, en henni fylgir gamalt orgel, lítt notanlegt....

1939. Visitsía prófasts... Harmonium á kirkjan ekki en hefir harmonium að láni hjá skólastjóra.