Fríkirkjan í Reykjavík; 1. pípuorgl

<p>Árið 1903 var byrjað að smíða pípuorgel fyrir Fríkirkjuna í Reykjavík. Sá sem það gerði var danskur maður, Christiansen að nafni. Hann starfaði á trésmíðaverkstæði Eyvindar Árnasonar og þar smíðaði hann vindhlöðurnar og kassann utan um orglið. Snertlaborð, pípur og aðra tæknihluti fékk hann frá Danmörku</p> <p>Þetta orgel var með 12 röddum, tveim snertlaborðum og fótborði (pedal). Orgelið var vígt árið 1905 þannig að það er nú nákvæmlega 100 ár [2005]. Þetta er fyrsta pípuorgel sem smíðað er á Íslandi og þriðja pípuorgelið hér á landi.</p> <p>Vegna þess að söfnuður Fríkirkjunnar í Reykjavík réðst í þessa orgelsmíð var árið 1904 keypt orgel frá I. P. Henriksen í Kaupmannahöfn fyrir Dómkirkjuna í Reykjavík, en þess má geta að árið 1907 og 1910 sá fyrrnefndur Christiansen um stækkun og breytingar á útliti þess hljóðfæris og því hefur þess misskilnings gætt að hann hafi einnig smíðað það hljóðfæriOrgel Fríkirkjunnar var í notkun allt til ársins 1926 er keypt var stórt konserthljóðfæri fyrir Pál Ísólfsson sem þá var organisti kirkjunnar. Gamla orgelinu var þá komið fyrir í geymslu upp á lofti kirkjunnar og var þar í mörg ár.</p> <p>Heimild: Frá Fríkirkjunni</p>

Framleiðandi
Gerð Christiansen
Staðir
1905 - 1926

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 11.05.2016