Hagakirkja; 2. harmonium

<p>Ketilsstöðum 7. janúar 1906. Eins og yður herra prófastur er kunnugt var í fyrra selt hljóðfæri Hagakirkju sem ónítilegt. Síðan hefur verið leigt annnað hljóðfæri, vandað og gott einstaks mannseign. Þetta hljóðfæri hefur nú Hagakirkjusöfnuður samþykkt og afráðið að kaupa, og er verðið 350 krónur. Það var og jafnframt samþykkt að safnaðarins hálfu, að taka mætti af fé kirkjunnar uppí andvirði hljóðfærisins, og var það álit og ósk safnaðarins að verja mætt til þessa miklum eða mestum hluta sjóðs hennar. Ég leyfi mjer hjer með í nafni safnaðar Hagakirkju, hve miklu af fé Hagakirkju megi verja til nefnds aunga miðis, með yðar samþykki og jafnframt óska að fá svar sem fyrst frá yður. </p><p> Virðingarfyllst, Kristján Sigvaldason.</p><P> Ekki verður annað séð af þessu en að orgel það sem nú stendur í safnaðarheimili Hagakirkju sé þetta orgel, og fellur það vel í aldri og gerð að orgelum sem voru á markaðnum á þeim tíma. En hafa ber í huga eftirfarandi grein í safnaðarfundargerð árið 1965: "Aðalsafnaðarfunur 7. febrúar 1965: </p> <p> ... liður C: Þá skýrði formaður sóknarnefndar frá því að hið gamla orgelharmonium sem fyrir var í kirkjunni, áður en núverandi orgel var gefið, hafi verið selt fyrir kr. 5000- Laugalandsskóla í Holtum... </p> <p> Ef einhver veit betur í þessu máli er viðkomandi vinsamlegast beðinn að hafa samband við undirritaðann.</p> <p> Bjarki Sveinbjörnsson</p>

Skjöl

Framleiðandi
Gerð Peterson & Steenstrup Kjöbenhavn
Staðir
1906 - 1964