Hallgrímskirkja; 1. pípuorgel

I. manual: Quintadena 8', Gedackt 8', Prinzipal 4', Blockflöte 2', Mixtur 4-5 f. 1 1/3'.</p><p>Ii. Manual: Rohrflölte 8', Krummhorn 8', Nachthorn gedackt 4', Prinzipal 2', Sesquialtera 2 2/3, Akuta 4 f. 1?, Tremolo.</p><p>Pedal: Subbass 16', Prinzipalflöte 8', Bordunbass 8', Choralbass 4'.</p> Orgelið í Hallgrímskirkju í Reykjavík er smíðað í Rieger-Kloss-verksmiðjunni (Opus 3174) í Krnow (Jägerndorf) í Tékkóslóvakíu. Kvenfélag Hallgrímskirkju gaf kirkjunni þetta orgel. Odrich Stefek og Jindrich Pinos, orgelsmiðir frá Rieger, settu orgelið í kirkjuna í ágúst 1954 og var það vígt 12. september þá um haustið. Orgelið hefur 2 manuala og pedal. Það er Pneumatískt. Í því eru 15 raddir, þar af ein sem mynduð er með framlengingu á pípnaröð (Prinzipalflöte-Choral-bass) og 1 transmission (Gedackt-Bordunbass).</p><p>Normal- kopplar Register-crescendo (Walz). Schweller (f. II. man). 1 „frí combination“. 2 „fastar combinationer (forte og pleno), og nokkur fleiri hjálpartæki. Orgelhús er úr eik. Nótapúlt úr plastiki. Orgelbekkur úr eik. Zinkpípur eru í framhlið. Í orgelinu eru 1124 hljómandi pípur og 66 þöglar pípur (viðbót í framhlið), alls 1190. 66 hljómandi pípur og 66 þegjandi pípur. Alls 132 eru úr zinki, 924 úr tini, 56 úr kopar og 78 úr tré.</p><p>Heimild: Organistablaðið 3. tbl. 3. árg. desember 1970.