Flateyrarkirkja; pípuorgel

<p>I. hljómborð: Bourdon 8', Prestant 4', Larigot 1 1/3.</p> <p>II. hljómborð: Bourdon 8', (sama og í 1. borði), Doublette 2'.</p> <p>Fótspil: Bourdon 16', Flute 8' (viðauki við 16' - mekaniskt framlengin), Flute 4' (viðauki við 16' - mekanisk framlenging).</p> <p>Orgel Flateyrarkirkju í Önundarfirði er smíðað af Alfred Kern í Strasbourg í Frakklandi árið 1984. Daniel Kern annaðist uppsetningu og stillingu í kirkjunni í ágústmánuði sama ár. Orgelið hefur 5 raddir sem skiptast a 2 hljómborð og fótspil. Hljóðfærið er mekaniskt með venjulegum kúplingum. Í stað swellers má nota glerhurð til að veikja og styrkja hljómmagn allra radda. Orgelið er smíðað úr ljósri eik, nótur eru úr stórgripabeini, pípur eru 300 og hæð 2 1/2 metri. 30 nótur eru í pedal og 56 nótur í hvoru hljómborði.</p><p>Heimild: Organistablaðið 2. tbl. 17 árg. 1984</p><p>Orgel Flatreyarkirkju: Í bréfi frá organista Flateyrarkirkju, Emil R. Hjartarsyni kemur eftirfarandi fram. Síðan nýja orgelið kom í kirkjuna hafa tveir organistar leikið á það opinberlega. Kjartan Sigurjónsson á Ísafirði lék þegar kvöldsamkoma var haldin í sambandi við héraðsfund Ísafjarðarprófastsdæmis í byrjun september. Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri hélt tónleika í kirkjunni í lok september. Hann hafði aðstoðað söfnuðinn við orgelkaupin og er þakkað fyrir ómetanlega hjálp. Mikil ánægja ríkir með komu þessa hljóðfæris, stefnt er að eflingu kirkjukórs og auknum flutningi kirkjutónlistar í söfnuðinum. Þess má geta að sams konar orgel var keypt til Hríseyjar nú í sumar.</p> <p>Heimild: Organistablaðið 2. tbl. 17 árg.</p>

Skjöl

Flateyrarkirkja-Pípuorgel Myndband/mov
Orgel Flateyrarkirkju Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg