Voðmúlastaðakapella; 1. harmonium

Þar sem orgel þetta stóð aðeins í kirkjunni í um ár er mjög ólíklegt að hægt verði að hafa upp á því. En þar sem ritaðar heimildir eru til um kaup á því þykir mér rétt að birta þær hér. Bjarki Sveinbjörnsson

Úr bréfasafni Prófasts á Þjóðskjalasafni:

Miðey 20. martz 1897. Herra prófstur Kjartan Einarsson.

Hjer með vil jeg skíra yður frá að búið er að panta orgel til Voðmulastaðakirkju fyrir 190 kr. innkaupsverð, og svo bætist þar við fragt svo það verður að líkindum með kostnaði um 200 kr, en samskot hafa ekki feingist svo mikil að þau nægi fyir því sem þarf að bæta við það sem Hjeraðsfundurinn ákvað að verja mætti af fje kirkjunnar til Orgelkaupa, og vildi jeg því viðvíkjandi því álits yðar um hvert ekki mindi meiga í öllu falli í svipinn verja til orgelsins allt að 30 kr. umfram það sem hjeraðsfundurinn samþykkti af fje kirkjunnar úr því að hún á það fyrirlyggjandi, og óska jeg að fá sem fyrst svar yðar þessu viðvíkjandi því orgelið verður að borgast fyrir 1. maí nk.

Virðingarfyllst, Einar Árnason

Úr Héraðsfundargerðum:

Héraðsfundur 18. september 1896. : liður IV.

„Prófastur las upp tvö brjef frá safnaðafulltrúm í Vaðmúlastaðasókn og Krosssókn Einari Ánasyni í Miðey og Jóni Bergssyni á Hólum, þar sem þeir í umboði soknarnefndanna í nefndum sóknum óska eftir að hjeraðsfundurinn samþykki að varið yrði af sjóðum Voðmúlastaða-Krosskirkjan fje til þess að kaupa hjóðfæri (Harmonium) í nefndar kirkjur. Í Krosssókn höfðu verið reynd samskot til hljóðfæriskaupa og höfðu aðeins fengist 40 krónur. Eptir nokkrar umræður samþykkti hjeraðsfundurinn með öllum atkvæðum að verja mætti allt að 150 kr. af sjóð Voðmúlastaðakirkju til hljóðfæriskaupa í kirkjuna og sömuleiðs var samykkt að verja mætti af sjóði Korsskirkju, að fengnu leyfi eigendanna, allt að 110 kr. til hins sama í viðbót við samskot þau, sem gjörð höfðu verið. Sóknarpresturinn í Oddaprestakalli hreyfði því að eigandi Stórólfshvolskirkju, sem var viðstaddur , hvort eigi skyldi bera undir hjeraðsfund að verja mætti einhverju af sjóði kirkjunnar, sem er 40 kr. 09 aurar, til orgelkaupa. En kirkjueigadinn þvertók fyrir að láta nokkuru fje af hendi í þessu skyni. Og því eigi til að það væri borið undir atkvæði“.

Héraðsfundur 16. sept. 1898. Liður VII. „Safnaðarfulltrúinn fyrir Voðmúlastaðasókn bar undir samþykki fundarins að verja mætti af fje Voðmúlastaðakirkju til orgelkaupa 30 kr, sem þegar hafa verið færðar inn í kirkjureikninginn. Fundurinn samþykki þetta í einu hljóði.

Hérðsfundur15. sept 1899. Liður X. „Kom fram ósk frá safnaðarfulltrúanum fyrir Voðmúlast. sókn um að mega færia kirkjunni til útgjalda mismun á endursendu og nýfengnu kirkjuhljóðfæri allt að 70 kr. og gaf fundurinn samþykki sitt til þessa.

Úr Safnaaðarfundargerð:

Safnaðarfundur 28. maí 1899: Liður II: með því að orgel það, sem keypt hafði verið til kirkjunnar fyrir fé úr sjóð hennar reyndist ófullkomið og ónógt, þá samþykkti fundurinn að kaupa annað nýtt í þess stað er væri hæfilegt í kirkjuna...

Uppfært 31.12.2014