Stafholtskirkja: 1. harmonium

<h4>Kirkjubók Stfholtskirkju innan Mýra prófastsdæmis.</h4> <p>Bls . 39: Visitasía biskups 2. ágúst 1891.: ... Kirkjan, sem er byggð 1875 var upprunalega öll úr timbri, en nýlega hefir verið lagt járnþak á alla kirkjuna og allan turninn og að nokkru leyti á forkirkjuna. Hún er að öðru leyti tjörguð að utan. .... Kirkjan hefur eignast nýtt harmoníum gefið henni af nokkrum sóknarmönnum“.</p> <p>Vistitasía 1911: .. harmonium, nokkuð fornt.</p> <p>1912. Tekjur: Fyrir selt gamlt orgel og kassa. 94.00. - Nýtt orgel með flutning úr Reykjavík. 235.00.</p> <p>Visitasía prófasts 1935:... Kirkjan á hljóðfæri, fremur lítið og talið miður gott.</p> <p>Visitasía prófasts 1939: ...Gripri kirkjunnar eru að öllu hinir sömu og áður eru taldir, nema að kirkjan hefur eignast annað harmóníum í stað hins fyrra, gamalt að vísu og ekki mjög stórt, en virðist vera allgott hljðóðfæri hvað raddfegurð snertir.</p> <p>Visitasía 1956: Harmoníum á kirkjan, gamalt en vandað. . ... Organist Stafholtirkju er Guðmundaur Jónsson hreppstjóri frá Valbjarnarvöllum, en á vori komanda eru 60 ár siðan hann lék fyrst á orgel í kirkju. Kirkjukór er starfandi í sókninni og er formaður hans Jóhannes Jónsson bóndi á Flóðatanga.</p>