Útskálakirkja; 1. pípuorgel

1. hljómborð: Rohrgedeckt 8', Prinzipial 4', Gemshorn 2', Mixtur 1'.

Ii. hljómborð: Gedeckt 8', Rohrflöte 4', Oktave 2', Krummhorn 8'.

Fótspil: Subbass 16, Bourdon 8'.

Orgelhúsið er úr eik og á utanverðri bakhlið þess situr Subbas-röddin. Mjög þröngt er á söngloftinu, bæði hvað gólfflöt og lofthæð varðar. Orgelið er staðsett til hliðar á söngloftinu, út við annan vegginn. Vegna lítillar lofthæðar er það þríhyrningslaga ofantil og fylgir þannig halla þaksins. Það brýtur nokkuð þá samsvörun (symmetriu) sem annars er ráðandi í kirkjunni.

Þegar orgelið var skoðað, bar nokkuð á því að nótur festust og hættu ekki að „væla“ af sjálfsdáðum. Má gera ráð fyrir að það stafi af ójöfnu hita- og rakastigi. Mikill galli er hversu erfitt er að komast að tunguröddinni, Krummhorni 8', til að stilla hana, því að til þess að það sé hægt, þarf að taka nær allar Subbasspípurnar í burtu til að komast að hurðum á bakhlið hljóðfærisins.

Heimild: Organistablaðið 1. tbl. 18. árg. 1985 og 1986.

Skjöl

Framleiðandi
Gerð Reinhart Tzschöckel
Staðir
1985 -