Árbæjarkirkja; pípuorgel

Orgel Árbæjarkirkju Orgelið ber ópustöluna 20 frá orgelverkstæðinu Blikastöðum í Mosfellssveit. Orgelið er það stærsta sem hingað til (mars 2000) hefur verið smíðað að Blikastöðum, en það hefur 22 raddir sem skipast á tvö hljómborð og pedal. Hljóðfærið hefur samtals 1454 pípur, þar af 144 trépípur, smíðaðar úr eik og furu. Málmpípurnar eru úr hinum ýmsu tin- og blýblöndum. Pípur í orgelframhlið eru úr 75% tini og eru þær burstaðar með stálull sem gefur þeim hina möttu áferð. Orgelhúsið er smíðað úr amerískri furu, sem fyrir lökkun er meðhöndluð með hvítu bæsi. Orgelið hefur mekanískan áslátt en raddtengsl eru rafknúin og tengd svokölluðum "Setzer". Við smíði orgelsins unnu Björgvin Tómasson, Hallfríður Guðmundsdóttir, Jóhann Hallur Jónsson, Pétur Eiríksson og Þórdís Halldórsdóttir.

Skjöl

Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Framleiðandi
Gerð Björgvin Tómasson Opus 20 2000
Staðir
-