Búrfellskirkja; 1. harmonium

Orgel var fenið að láni á árunum 1904-1919 þegar kirkjan keypti sitt fyrsta orgel. <p>Árið 1908, 7. júní (á hvítasunnudag) að lokinni guðsþjónustu var safnaðarfundur haldinn að Burfelli fyrir Búrfellssókn. ...</p><p> ... 4. Rætt um saunginn í kirkjunni. Eigandi Kirkjunnar útvegaði Orgel að láni í kirkjuna fyrir 10 kr. um árið og spilari kjörinn Krstín G. Guðmundsdóttir í Búrfelli fyrir 15 kr. þóknun um árið. Helmíninn af nefndum 25 kr. greiðist af kirkjufé, en hinn helmíngurinn frá söfnuðinum.</p><p> Fundi slitið. Kr. Guðmundsson, Guðm. Ólafsson, Jón Sigurðsson.</p><p> Heimild: Eftirrit af safnaðarfundargerð varðveitt í Þjóðskjalasafni.</p> <p>Árið 1909. 30. Maí (á hvítasunnudag) að lokinni Guðsþjónustu var safnaðarfundur haldinn að Búrfelli fyrir Búrfellssókn. Boðað hafði verið til fundarins með löglegum fyrirvara og var þar meirihluti atkvæðabærra manna mættur.</p><p> ... 2. Rætt var um saunginn í kirkjunni, og var samþykkt að taka tilboði frá Stefaníu Jónsdóttur í Búrfelli, þar sem hún bauðst til að skaffa Orgel í kirkjuna og spela á það með Guðsþjónustugjörðinni, fyrir 30.00. Helmingurinn af nefndum 30.00 borgist eptir samþykki Jóns Sigurðssonar bónda á Búrfelli af kirkjufé, en hinn helmíngurinn frá söfnuðinum.</p><P> Fleyra þótt ekki þörf að taka til umræðu var svo fundi slitið.</p> Kr. Guðmundsson, Jón Sigurðsson, Guðm. Ólafsson. Heimild: Afrit af safnaðarfundargerð varðveitt í Þjóðskjalasafni.