Strandarkirkja; Pípuorgel

Gedeckt 8', Prinzipal 4', Rohrflöte 4', Oktave 2', Quinte 1 1/3, Mixtur 2-3 föld í svellskáp. Handstýrður traktúr.

Orgelð er keypt hjá E. F. Walcker&Co. orgelverksmiðju Ludwigsburg í Vestur-Þýskalandi. Það er með 1 hljómborði með tengdu fótspili og svellskáp. Tónsvið er C-f''' með sérstilli fyrir dkiskant og bassa. Stærð orgelsins er 184 cm á hæð, breidd 142 cm. Þykkt með bekk 175 cm.

Úr bréfi frá organistanum Ingimundi Guðjónssyni Þorlákshöfn:

Sunnudaginn 27. júlí ssl. [1969] var vígt í Strandarkirkju nýtt og vandað pípuorgel. Sóknarprestuinn, séra Ingþór Indriðason, vígði orgelið og færði þakkir þeim, sem stuðlað höfðu að kaupum þess. Organleikari safnaðarins, Ingimundur Guðjónsson, lék á orgelið við guðsþjónustuna. Orgelið er keypt fyrir gjafafé, sem ýmsir hafa af hendi látið sem þakkarfórn, Guði til dýrðar og kirkjunni til eflingar. Orgelið er sett upp söfnuðinum og fjölmörgum gestum til yndis og upplyftingar - til þess að styðja við söng þeirra, er trega og til að taka undir lofsöng þeirra, er glaðir eru. Söfnuðurinn og gestir fylltu kirkjuna við þetta tækifæri.

Heimild: Organistablaðið 2. tbl. 1969 bls. 11-12

Skjöl

Framleiðandi
Gerð E.F. Walcker & Co.
Staðir
1969 -

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 21.05.2016