Dómkirkjan; 2. pípuorgel

I. manual C-f3: Principal 8', Oktave 4', Gedackt 8', gamba 8', Bordun 16', Trompete 8'.II. manual C-f3: Geigen 8', Rohrflöte 8', Aeoline 8', Fugara 4', Waldflöte 2'. <p>&nbsp;</p> <p>Pedal C-f1: Subbass 16', Principal 8', Bordun 8'.</p> <p>Kúplar Mynd sú sem hér birtist er af orgeli því, sem sett var upp í Dómkirkjunni í Reykjavík á árunum 1902-1904. Var orgelið vígt við hátíðlega athöfn 27. júni 1904. Fyrir smíði orgelsins stóð danskur maður, Christiansen að nafni, en hann starfaði á þessum árum á trésmíðaverkstæði því, sem Eyvindur Árnason, síðar útfararstjóri, rak að Laufásavegi 2, Reykjavík. Christiansen stóð einnig fyrir smíði pípuorgels þess, sem tekið var í notkun í Fríkirkjunni í Reykjavík árið 1905, en frá því segir í 1sta tbl. Organistablaðsins 1969.</p> <p>Christiansen þótti með afbrigðum hagur maður og er talið að hann hafi einn smíðað vindhlöður og orgelkassann á verkstæði Eyvindar, en fengið nótnaborð, pípur og tæknihluti frá Danmörku og Þýskalandi. Orgelið var í notkun í Dómkirkjunni í þrjátíu ár, en vék þá fyrir orgeli því, sem enn er í notkun [sja Dómkirkjan; 3. pípuorgel]. Orgelið var flutt í Ísafjarðar og sett upp í kirkjunni þar og stóðu fyrir þeirri uppsetningu danskir menn, er þá höfðu lýlokið að setja upp nýja orgelið í Dómkirkjunni. Þjónaði orgelið Ísafjarðarkirkju til 1958, er nýtt orgel, þýskt, tók við [sjá: Ísafjarðarkirkja; 2. pípuorgel]. Orgelið er nú forgenið að öðru leyti en því, að sex raddir þess hljóma í orgeli Selfosskirkju.Orgelið var mekaniskt og hafði 14 raddir, 2 nótnaborð og fótspil (pedal) ásamt pedal- og oktövukúpulum. Pedalröddum var hægt að „kúppla“ upp í I. manual með sérstakri slá, sem var undir 1sta tónborði vinstramegin og var það gert með höndum. Útdragarar (tappar) voru á orgelinu merktir registernöfnum.</p> <p>Til fróðleiks og þar sem heyrir sögunni til skal þess getið, að einn útdragaranna var merktur „Kalkant“. Gat organistinn dregið hann út og þannig með bjölluhljómi gefið „troðaranum“ viðvörun um væntanlega „troðslu“, sem fram fór uppi á lofti yfir orgelinu. Með tilkomu rafmagns í kirkjuna 1922 lagðist öll „troðsla“ niður. Sigurður Ísólfsson</p> <p>Heimild: Organistablaðið 3. tbl. 15. árg. desember 1982.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Framleiðandi
Gerð Christiansen
Staðir
1934 - 1958 Ekki skráð
1904 - 1934

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 11.05.2016