Digraneskirkja; 1. pípuorgel

<p>I. hljómborð, Aðalverk: Prinsipal 8', Koppelflauta 8', Oktava 4', Spissflauta 4', Blokkflauta 2', Mixtúra 4föld, Trompet 8', Tremulant.</p> <p>II. hljómborð, Svelliverk: Gedeckt 8', Spissgamba 8', rörflauta 4', Nasard 2 2/3, Principal 2', Terz 1 3/5', Kvint 1 1/3, Kornett 5 falt*, Óbó 8', Tremulant.</p> <p>Pedall: Subbass 16', Gemsbass 8', Kóralbass 4', Fagott 16'.</p> <p>Samtengingar: II/I, I/P, II/S.</p> <p>*Sett saman úr röddum 1, 3, 4, 5 og 6.</p> Orgelið er smíðað af Björgvini Tómassyni og Jóhanni Jónssyni 1993-94 og var vígt 25. september s.l. Þetta er 11. orgelið sem Björgvin hefur smíðað. Orgelið er með tveim hljómborðum og pedal, mekanískum röddum og rafstýrðu raddvali með þriggja rása föstum valmöguleikum sem hver um sig hefur 8x8 stillimöguleika, samtals 192 möguleikar. 1. og 2. rás eru læsanlegar en 3. rásin er opin.</p><p>Heimild: Organistablaðið 1. tbl. 25. árg. desember 1994. Orgelið er 19 radda með 1128 pípum.

Skjöl

Framleiðandi
Gerð Björgvin Tómasson Opus 11
Staðir
1994 -