Gilsbakkakirkja; 1. harmonium

<p>Safnaðarfundargerð 1925. ... Rætt um kaup á hljóðfæri handa kirkjunni, einnig um ofn en engin ályktun tekin um þau mál.</p> <p>1933. Visitasía prófasta: ... Við skoðunina kom í ljós að orgel kirkjunnar, það, sem í kirkjunni hefir verið notað er ekki eign safnaðar. Vantar því orgel í kirkjuna. </p> <p>1935. Visitasía. ..Kirkjan hefir harmonium að láni frá kirkjubónda og ofn vantar í krikjuna og nauðsyn að bæta úr því sem fyrst.</p> <p>1936. Safnaðarfundargerð: Rætt var um að fá þyrfti forsöngvara handa kirkjunni. Var að umræðum loknum samþykt að fela sóknarnefnd að ráða fram úr málinu helzt þannig að fenginn yrði maður til að læra organleik sem svo tæki starfið að sér.</p> <p>1940. Prófastur visiterar: Harmonium á kirkjan að láni frá formanni sóknarnefndar. (Frú Guðrún Magnúsdóttir á Gilsbakka). </p> <p>1942. Safnaðarfundargerð: Rætt var um kaup á orgeli fyrir kirkjuna. Tillaga kom fram frá Sigurði Snorrasyni, að sóknarnefnd væri falið að kaupa orgel fyrir kirkjuna, ef nokkur tök reynast á að fá að viðunandi verði. Sé nefndinni heimilað að jafna kostnaðinum niður á gjaldendur í sókninni eða afla fjár eftir öðrum leiðum. Tillagan var samþkkt með samhljóð atkvæðum. </p> <p>1944. Safnaðarfundargerð: Gerð var grein fyrir söfnun fjár til kaupa á nýju orgeli handa kirkjunni. Söfnuðust rúml. 2000 kr. í orgelkaupasjóð. Var þar stærst gjöfin kr. 500 frá Halldóru Jónsdóttur og Sigurði Ólafssyni rakrahjónum í Reykjavík. </p> <p>Skoðunargerð prófasts 1944: ... Kirkjan hefur eignast vandað harmoníum fyrir samskotafé innan sóknar og minningargjöf hjónanna Guðrúnu Pétusdóttur og Jón Pálsson í Fljótstungu frá Halldóru dóttur þeirra og manni henar Sigurði Ólafssyni rakarameistar í Reykjavík. </p>

Skjöl