Brjánslækjarkirkja; harmonium

<p>Enn er enn ljóst hvenær orgel kom fyrst í Brjánslækjarkirkju, en eftirfarandi upplýsingar má finna í gömlum safnaðarfundargerðabókum um forsöng:</p> <p>Safnaðarfundur 1897. ...Kirkjusöngur. Bæði prestur og söfnuðu ljetu það í ljósi hve tilfinnanlegur skortur hjer væri á sönghæfum mönnum að vetrinum. Var svo presti og sóknarnefnd falið á hendur að reyna að fá hæfan mann til þess að halda uppi kirkjusöng til næsta vors, og var einkum til þess nefndur Guðmundur Guðmundsson á Hamri. Var hlutaðeingendum sett í sjálfsvald að semja við hann um þóknun fyrir væntanlega aðstoð hans í þessu efni. Annars var söfnuði að sýnilegt áhugamál að fá söngfróðan mann og barnakennara inn í sóknina næsta ár, ef þess væri kostur.</p> <p>Safnaðafundur 1898. Kirkusöngur. Til þess að halda uppi kirkjusöng Brjánslækjarsóknar fjekkst sami maður og haft hafði það starf á hendi síðastliðið ár, Guðmundur Guðmundsson á Hamri. Kjör var rætt um að yrðu hin sömu og sóknarnefnd hafið samið um við hann liðið ár; 1 kr fyrir hverja messugjörð eða ferð hans til kirkjunnar í þeim erindum.</p> <p>Safnaðarfundur 1899. Kirkjusöngur. Presti og sóknarnefnd var falið á hendur að reyna að útvega hæfan mann til þes að vera fyrir söng í kirkjunni og var til þess nefndur öðrum fremur Guðmundur Guðmundsson á Hamri, sem og hefur haft það starf síðstu árin en nú var hann ekki viðstaddur vegna veikinda. Fundurinn samþykkti að ákveðin væri hæfileg þóknun til handa hlutaðeignda framvegis eins og verið hefur að undanförnu.</p> <p>Safnaðarfundur 1900. Kirkjusöngur. Það var samhuga álit fundarmanna að fá hinna sama mann til að vera fyrir kirkjusöng, sem það starf hefur haft á hendi að undanförnu, Guðmund bónda Guðmundsson á Hamri. ....</p> <p>Safnaðarfundur 1901. Kirkjusöngur. Það var einhuga ósk manna að fá sama mann og undanfarin ár til þess að annast um söng í kirkjunni og með sömu kjörum. 1 kr. fyrir messu.</p> <p>Safnaðarfundur 1902. Kirkjusöngur. Síðastliðið ár hefur sá maður, er verið hefur hér forsöngvari, Guðmundur Guðmundsson á Hamri ekki getað haft það starf á hendi fyrir sakir þungbærrar vanheilsu. Hafa því ýmisr orðið til að rjetta hjálparhönd í því efni, einkum prestaskólakandidat Jón Þorvaldsson að Brjánslæk og Þórður Þorgrímsson í Rauðsdal .... Söfnuðurinn samþykkti að greiða sömu þóknun og að undanförnu (1 kr. fyrir hverja ferð) hvort heldur væri til Þórðar eða Guðmundar sem nú er á góðum batavegi, að því leyti sem þeir yrðu hér fyrir söng. En Jón afsalar sér slíkri þóknun, þó hann sé forsöngvari.</p< <p>Safnarfundur 1904. Kirkjusöngur. Guðmundur Guðmundsson á Hamri sem að undanförnu með heiðri haft forsöngvarstarfið á hendi, kvaðst skyldu gegna því framvegis eptir föngum.</p> <p>1905. Kirkjusöngur. Guðmundur Guðmundsson á Vestri-Hamri tók góðfúslega að sjer að sjá um hann framvegis...</p> <p>1907. Safnaðarfundur. Kirkjusöngur. Forsöngvari safnaðarins, Guðmundur Guðmundsso á Hamri hefur verið veikur að undanfönru en í hans stað hefur Þórður Þorgrímson í Rauðsdal verið fyrir söngnum síðan og var þess óskað á fundinum að sömu menn stæðu framvegis fyrir kirkjusöngnum.</p>

Skjöl