Hallgrímskirkja; 2. pípuorgel

I. borð: Røfløjte 8', Principal 4', Spidsfløjte 2', Mixtur, Obo 8'.</p><p>II. borð: Gedakt 8', Blokfløjte 4', Oktav 2', Sesquialtera.</p><p>Pedal: Subbas 16'.</p> Á 4. sunnudegi í aðventu 1985 var nýtt orgel tekið í notkun í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Það var smíðað af Th. Frobenius&Sönner í Kaupmannahöfn og var fyrst sett upp í kirkjusal Hallgrímssafnaðar, en hefur síðan verið notað sem kórorgel í aðalkirkjunni. Orgelið er almekaniskt með 10 raddir, sem skiptast á 2 hljómborð og pedal. Orgelhús er úr ólakkaðri eik og með svelldyrum úr plexigleri, sem verka á bæði borð.<p>Heimild: Organistablaðið 2. tbl. 19. árg. 1987.</p><p>Frobeniusorgelið.</p><P>Í norðurskipi kirkjunnar, innst við kórinn, er 10 radda kórorgel byggt af Th. Frobenius og Sønner Orgelbyggeri A/S í Lyngby í Danmörku og vígt í desember 1985. Það er tíu radda, mekanískt, með svelli á báðum spilaborðum. Það leysti af hólmi 14 radda tékkneskt Rieger-Kloss orgel sem upphaflega hafði verið sett upp í kapellu í kórkjallara árið 1956 og flutt í suðurálmu turnsins þegar kapellan var vígð þar árið 1974. Þegar kirkjan var síðan vígð í október 1986 var það flutt þangað sem það er núna og þannig hefur það þjónað kirkjunni síðan, þar af eitt fyrstu sex árið.</p><p>Heimild: http://hallgrimskirkja.is/?listir/orgel

Skjöl

Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg
Pípuorgel Mynd/jpg

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 11.05.2016