Grensáskirkja; 1. pípuorgel

Gedeckt 8', Prinzipal 4', Rohrfllöte 4', Oktave 2', Scharff 2-3fach.</p><p>Fótspil tengt röddum úr hljómborði. Traktur er mekanískur. Orgel Grensássóknar er frá orgelverksmiðjunni Steinmeyer&Co. í Oettingen í Vestur Þýskalandi. Orgelið er 5 radda með 1 hljómborði C-g''' og tengdu fótspili C-f'. Orgelpípur eru í svellskáp. Sérstillir er fyrir diskant og bassaraddir.</p><p>Orgelið var tekið í notkun við guðsþjónustu í Safnaðarheimilinu Miðbæ á pálmasunnudag 22. mars 1970. Ávörp fluttu formaður orgelnefndar, Atli Ágústsson og formaður sóknarnefndar, Guðmundur Magnússon skólastjóri, sem fögnuðu náðu marki. Árni Arinbjarnarson orgelleikari lék á orgelið við guðsþjónustuna.</p><p>Heimild: Organistablaðið, 2. tbl. 3. árg. nóvember 1970.

Skjöl