Strandarkirkja; 1. harmonium

Eyrarbakka, 21. febr. 1897. Háttvirti herra prófastur Valdimar Briem, Stóra-Núpi.

Jeg hefi heyrt að í ráði sje að kaupa hljóðfæri í Strandakirkju. Með því að jeg er útsölumaður að hljóðfærum fyrir Hr. K. A. Anderssons Orgelfabrik i Skockholm skrifaði jeg sjera Eggert Sigfússyni og bauð honum að panta hljóðfærið; hann skrifaði mjer ekki aptur, en ljet skila því, að leyfi biskpus og hjeraðsfundar vantaði, en hver eiginlega mundi standa fyrir kaupunum, þega leyfið væri fengið, um það fjekk jeg engin orð. Þessvegna vildi jeg leyfa mjer að biðja yður, háttvirti prófastur, að gefa mjer uppýsingar nokkrar um þetta.

Það er þá fyrst, að hverjum ætti jeg helzt að snúa mjer með pöntunina? Ef svo er sem sumir halda, að biskupinn sje yfirfjárráðsmaður kirkjunnar og muni ráð því hvar eða hvenær það verður pantað, vildi jeg mega biðja yður að gjöra svo vel að benda honum á mig í því efni.

Jeg þori óhikað að gefa hljóðfærunum beztu meðmæli og get bent á fjölda marga (þar á meðal Sigurð sýslum. Ólafsson, Frú E. Nielsen, Sr. Ólaf í Arnarbæli og sr. Ól Helgason o.fl. o.fl.) er keypt hafa hljóðfæri þeirra og hrósað þeim fyrir framúrskarandi hljómfegurð og vandaða smíði. Í sumar sem leið fjekk jeg 3 og nú með fyrstu skipum á jeg von á 7.

Að biðja mig að panta hljóðfærin fyrir sig hefur meðal annars þessa kosti: 1. Flutningsgjaldið er að mun lægra (50. aur. á ten.fet mótii 70 aur. með póstsk.) 2. Hr. Lefoli borgar hljóðf. fyrir mig í Höfn, en jeg borga til Hr. V. Niesens hjer og við það spara jeg porto undir peninga- eða ávísana-sendingar o.s.frv. 3. Flutningsgjald með „Oddi“ verður lægra hjeðan heldur en úr Reykjavík fyrir þau orgel, sem pöntuð eru í Árnes- og Rangárvallasýsur og ennfremur er hægara að flytja orgelin landveg hjeðan en úr Reykjavík.

Af þessu vona jeg að þjer verðið mjer samdóma í því, að betra sje að panta hjá mér en öðrum og að þjer mælið með því og bendið á að hljóðfærin fáist ekki annarsstaðar betri nje ódýrari hverjir svo í prófastsdæmi yðar sem vilja panta þau í kirkjur. Mjer væri sönn ánægja í því að fá að sjá línu frá yður um þetta, við hentugt tækifæri, því ekki býst jeg við að áreiðanlegt sje, að jeg geti haft tíma eða tækifæri til að tala við yður þó þjer komið hingað á sýslufundinn í vetur; jeg verð þá að líkindum austur á Stokkseyri.

Fyrirgefið hastverk þetta.

Virðingarfyllst, Jón Pálsson.

Framleiðandi
Gerð K.A. Andersson
Staðir
1898 - 1923