Ólafur Haukur Símonarsson 24.08.1947-

Ólafur Haukur stundaði nám í hönnun, bókmenntum og leikhúsfræðum í Kaupmannahöfn 1965-70, í Frakklandi 1970-71 og aftur í Kaupmannahöfn 1972-74. Hann hefur unnið ýmis störf til sjós og lands en frá árinu 1976 hefur hann eingöngu sinnt ritstörfum.

Ólafur Haukur er eitt mikilvirkasta og vinsælasta leikskáld Íslendinga en hann hefur einnig sent frá sér ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, skrifað útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndahandrit, gefið út hljómplötur með eigin lögum og söngtextum og þýtt bækur, leikrit og kvikmyndir.

Ólafur Haukur hóf rithöfundarferil sinn sem ljóðskáld en fyrsta ljóðabók hans af fimm, Unglingarnir í eldofninum, kom út árið 1968. Hann samdi sín fyrstu leikrit fyrir leikflokkinn Andrókles í Kaupmannahöfn snemma á áttunda áratugnum en gamanleikurinn Blómarósir sem Alþýðuleikhúsið sýndi árið 1979 var fyrsta leikrit hans á íslensku leiksviði.

Meðal annarra leikverka Ólafs Hauks eru söngleikurinn Grettir sem hann samdi í félagi við Egil Ólafsson og Þórarin Eldjárn, Ástin sigrar, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir, Hundheppinn, Kjöt, Á köldum klaka, Vitleysingarnir, Boðorðin níu og Fólkið í blokkinni, en leikrit hans hafa verið sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar, Leikfélagi Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu, í Nemendaleikhúsinu og víðar ...

Af vef Þjóðleikhússins (30. apríl 2014).

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Lagahöfundur og rithöfundur
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.08.2017