Þórður Oddsson 1672-11.1704

<p>Prestur fæddur um 1672.Stúdent frá Skálholtsskóla, líklega 1691. Fór til Hafnar sama ár og skráður í Hafnarháskóla. Kom heim 1692 og varð kirkjuprestur í Skálholti 1696 til 1698, varð þá heyrari í Hólskóla uns hann fékk Velli í Svarfaðardal vorið 1699 og hélt hann embættinu til æviloka 1704. Hann var prófastur í Vaðlaþingi frá 4. október 1698 til æviloka. Hann var talinn fyrir öðrum mönnum og hinn ásjálegasti sýnum.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ V bindi, bls. 108.</p>

Staðir

Skálholtsdómkirkja Prestur 1696-1698
Vallakirkja Prestur 1699-1704

Prestur , prófastur og heyrari
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 14.03.2019