Hafdís Vigfúsdóttir 02.12.1984-

Hafdís Vigfúsdóttir hefur lokið burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs, B.Mus. gráðum frá Listaháskóla Íslands og Konunglega Konservatoríinu í Haag, sem og fjórum diplómum í flautuleik og kammertónlist frá Konservatoríinu í Rueil-Malmaison í Frakklandi. Aðalkennarar hennar hafa verið þau Guðrún Birgisdóttir, Martial Nardeau, Philippe Pierlot og Juliette Hurel. Í apríl 2010 vann Hafdís til annarra verðlauna í alþjóðlegri flautukeppni, Le Parnasse, í París.

Hafdís hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Hún er ein skipuleggjenda Tónlistarhátíðarinnar BERGMÁL á Dalvík sem verður haldin öðru sinni í ágústbyrjun 2011. Haustið 2011 hefur Hafdís mastersnám við Tónlistarháskólann í Osló.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 19. júlí 2011.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Flautuleikari
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 18.10.2013