Björn Björnsson (yngri) -1696

Prestur og albróðir Björns Björnssonar eldri. Virðist hafa orðið stúdent frá Hólaskóla 1675. Óvíst er hvort hann hefur orðið aðstoðarprestur föður síns en ef hann hefur orðið það, þá hefur það verið 1680 er eldri bróðir hans, sr. Björn, fékk Reynistaðaklaustur. Virðist hafa fengið Hvanneyri 1685 eða 1686 eftir sr. Jón Jónsson. Hann var á Hvanneyri til dauðadags.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 208.

Staðir

Hvanneyrarkirkja Prestur 1685/6-1696

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.02.2017