Gísli Magnússon 05.01.1929-28.05.2001

Gísli lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1949 og einleikaraprófi frá Tónlistarháskólanum í Zürich í Sviss 1953. Hann stundaði framhaldsnám í Róm veturinn 1954-1955.

Gísli starfaði sem píanókennari í Reykjavík 1956-1972 og við Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1969 til ársloka 1999 og var skólastjóri síðustu 15 árin. Hann hélt fyrstu tónleika sína á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík 1951 og hélt síðan fjölda einleiks- og samleikstónleika innanlands og utan, kom fram í útvarpi og sjónvarpi og lék inn á hljómplötur. Hann var einleikari á fjölda tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 1954-1989.

Gísli var í stjórn Félags íslenskra tónlistarmanna 1965-1968, Félags tónlistarkennara 1978-1981 og Íslandsdeildar Evrópusambands píanókennara, EPTA, 1979-1995.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1949
Tónlistarskóli Garðabæjar Píanókennari 1969-1999
Tónlistarskóli Garðabæjar Skólastjóri 1984-1999

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Píanókennari, píanóleikari, skólastjóri og tónlistarnemandi

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 6.12.2017