Halldór Brynjólfsson 15.04.1692-2810.1752
<p>Prestur og síðar biskup. Stúdent frá Hólaskóla 1715. Lauk guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla með 3. einkunn. Fékk Útskála 20. júlí 1716 og þjónaði jafnframt Hvalsnesi. Fékk Staðastað 7. janúar 1736 og varð prófastur Snæfellinga 25. ágúst 1738. Hann varð síðan biskup á Hólum 18. mars 1746. Hann veiktist af krabbameini og andaðist á leið til Hafnar þar sem hann hugðist leita sér lækninga og var jarðsunginn í Höfn. Dugnaðarmaður og með lærðustu prestum. Hann fékkst og við lækningar. Hann sneri á íslensku Pontoppídans barnaspurningum eða sannleika guðhræðslunnar (Kh. 17412) og ritgerð eftir Pétur Molinos um undirbúning til heilagrar kvöldmáltíðar (Hólum 1747). Sömuleiðis er prentað eftir hann Lítið ágrip um þær fjórar species í reikningskonstinni (Hólum 1746). Hann gaf einnig út safn af gömlum sálmum (Hólum 1751) ásamt nokkrum kvæðum Hallgríms Péturssonar, þar á meðal Aldarhátt (Hólum 1748)</p>
<p>Heimild: Guðfræðingatal, Hannes Þorsteinsson, Gutenberg 1907 - 1910 og Íslenskar æviskrár PEÓ II bindi, bls. 247-8.</p>
Staðir
Útskálakirkja | Prestur | 09.06. 1716-1736 |
Staðakirkja á Staðastað | Prestur | 07.01. 1736-1746 |
Hóladómkirkja | Biskup | 18.03. 1746-1752 |
Hvalsneskirkja | Prestur | 09.06. 1716 -1736 |
Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 3.06.2014