Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) 08.08.1955-

<p>Sigrún hóf feril sinn á sviði dægurtónlistar. Síðar stundaði hún sígilt söngnám við Guildhall School of Music and Drama í London og hélt síðan til Ítalíu í framhaldsnám. Hún hefur tekið þátt í margvíslegum uppfærslum og sýningum jafnt á sviði sem og í kvikmyndum, sem ber fjölbreyttum hæfileikum hennar vitni. Frumraun sína á óperusviði þreytti hún í hlutverki dúkkunar, Olympiu, í Ævintýrum Hoffmanns í Þjóðleikhúsinu.</p> <p>Önnur verkefni hennar hjá Íslensku óperunni eru hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, Gildu í Rigoletto, Papagenu og Næturdrottningarinnar í Töfraflautunni, Lúsíu í Lucia di Lammermoor, Víolettu í La traviata, Adínu í Ástardrykknum og Rósalindu í Leðurblökunni. Hún söng þrjú hlutverk í uppfærslu á Niflungahring Wagners sem var samvinnuverkefni Íslensku óperunnar, Þjóðleikhússins og Listahátíðar. Árið 2006 söng hún hlutverk Kæthe í óperunni Le Pays eftir J.G. Ropartz á Listahátíð. Hún hefur marg oft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem og erlendum hljómsveitum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur hljóðritað fjóra geisladiska við undirleik Sinfóníunnar en alls hefur hún sungið inn á rúmlega 70 hljómplötur. Árið 2001 söng hún ásamt José Carreras á eftirminnilegum tónleikum í Laugardagshöll og 2005 hlotnaðist hennni sá heiður að stíga á stokk með Placido Domingo á tónleikum hans í Egilshöll. Nýverið söng hún fjölda tónleika í Frakklandi og í Moskvu. Henni var veitt Hin íslenska fálkaorða árið 1995.</p> <p align="right">Textinn er af vef Íslensku óperunnar [30. október 2013].</p>

Staðir

Guildhall School of Music and Drama Háskólanemi -
Menntaskólinn í Reykjavík Nemandi -

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Brunaliðið Söngkona 1978-04
Spilverk þjóðanna Söngkona

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , nemandi og söngkona
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 29.09.2020