Eggert Eiríksson 18.05.1730-22.10.1819

<p>Prestur. Stúdent frá Ha-ólaskóla 1758. Varð djákni að Munkaþverá en missti starfið vegna barneignar, fékk uppreisn 1761. Var um hríð í þjónustu Sveins Sölvasonar, lögmanns en vígðist 17. maí 1767 aðstoðarprestur að Auðkúlu. Varð aðstoðarprestur í Glaumbæ 25. apríl 1768, fékk Undirfell um tíma en flutti í Glaumbæ 1781 og fékk prestakallið 3. mars 1784 en lét af prestskap 1814. Hann var hið mesta hraustmenni og stóðst ekkert við honum ef hann reiddist, hversdagslega gæfur, drenglyndur, gæfur en nokkuð drykkfelldur. Skarpgáfaður og skáldmæltur.

Staðir

Auðkúlukirkja Aukaprestur 17.05.1767-1768
Glaumbæjarkirkja Aukaprestur 25.04.1768-
Undirfellskirkja Prestur 18.öld-1781
Glaumbæjarkirkja Prestur 03.03.1784-1814

Aukaprestur , djákni og prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.07.2016