Böðvar Sturluson 17.öld-

Stúdent 1640 frá Hólaskóla. Lærði við Hafnarháskóla, attestatus. Vígður 1650.sem prestur að Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Gerðist nokkru síðar aðstoðarprestur á Valþjófsstöðum og fékk veitingu fyrir því kalli 5. september 1657 og var þar til hann lét af störfum 1698. Átti í langvinnu þjarki við biskupa . Virðist hafa verið harla óvæginn en þó vinsæll innan héraðs. - Var 62 ár í embætti.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 294-95.

Staðir

Valþjófsstaðarkirkja Prestur 1657-1712
Kirkjubæjarkirkja Prestur 1650-

Prestur og heyrari
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.03.2019