Erlendur Hannesson 1742-12.12.1813

Prestur. Stúdent frá Skálholtsskóla 1764 og vígðist 3. júlí 1769 aðstoðarprestur a Setbergi. Gegndi prestsverkum þar eftir lát hans, 1781 til 1782. Fékk Kvennabrekku 23. apríl 1783 og Gufudal í skiptum við séra Magnús Einarsson 2. apríl 1790. Hann gegndi þó prestsverkum að Kvennabrekku til 1791 enda þóttist hann blekktur í skiptunum. Sagði af sér prestsskap 28. janúar 1806 en fluttist að Stað á Reykjanesi og andaðist þar. Hann var mikill maður vexti og sköruglegur og rammur að afli, stilltur maður og ráðsettur, góður ræðumaður, en ekki mikill raddmaður, hagorður nokkuð.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 437-38.

Staðir

Setbergskirkja Aukaprestur 03.07.1769-1782
Kvennabrekkukirkja Prestur 23.04.1783-1790
Gufudalskirkja Prestur 02.04.1790-1806

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 28.05.2015