Jónas Dagbjartsson (Jónas Þórir Dagbjartsson) 20.08.1926-06.12.2014

<p>Jónas Þórir fæddist í Vestmannaeyjum 20. ágúst 1926. Foreldrar hans voru Dagbjartur Gíslason múrarameistari og Margrét Runólfsdóttir. Fjögurra ára gamall fór hann í fóstur til móðursystur sinnar í Eyjum, Jónasínu Þóru Runólfsdóttur, og Þórarins Guðmundssonar skipstjóra, og ólst upp hjá þeim. Hann var einn fimm bræðra. Dagbjartur Kort Dagbjartsson, skáld og bóndi, er sá eini þeirra sem er á lífi.</p> <p>Ungur að árum heyrði Jónas Þórir í fiðluleikara, fór heim til Jónasínu Þóru mömmu og sagðist vilja læra að spila á fiðlu. Hún fór með hann til Oddgeirs Kristjánssonar sem kenndi honum bæði á trompet og fiðlu. Að loknu gagnfræðaskólanámi ætlaði hann að fara í Loftskeytaskólann, en ekki voru teknir inn nemendur það árið. Þá sá hann auglýsingu þar sem óskað var eftir hljóðfæraleikurum til að spila í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Samfara spilamennskunni var hann í tónlistarnámi. Hann fór líka í útvarpshljómsveitina og spilaði bæði á fiðlu og trompet. Hann var einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, lék í nokkrum hljómsveitum auk þess sem hann sá um tónlistarflutning í hádeginu og síðdegiskaffinu á Hótel Borg í 18 ár. Ennfremur kenndi hann víða, meðal annars á Akranesi, Keflavík og í Hafnarfirði.</p> <p>Jónas Þórir og Ingrid Kristjánsdóttir, píanókennari og saumakona, gengu í hjónaband 1946. Þau eignuðust þrjú börn sem lifa foreldra sína. Barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin tíu.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 9. desember 2014, bls. 14.</p>

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Hljómsveit Aage Lorange Trompetleikari
Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar Trompetleikari
Kammersveit Reykjavíkur Fiðluleikari 1974
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 1950 1996

Viðtöl

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðluleikari , trompetleikari og tónlistarkennari

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.12.2015