Jón Leifs 01.05.1899-30.07.1968

Jón Leifs fæddist að Sólheimum í Austur-Húnavatnssýslu þann 1. maí 1899, en fluttist ári síðar með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Þar stundaði hann píanónám sem unglingur, og þrátt fyrir fátæklegt tónlistarlíf í höfuðstaðnum fann Jón snemma að hann ætti engra annara kosta völ en að helga líf sitt tónlistinni. Haustið 1916 hélt Jón til Leipzig í fylgd tveggja samlanda sinna, Páls Ísólfssonar og Sigurðar Þórðarsonar. Þar fékk hann inngöngu í Tónlistarháskólann, og stundaði píanónám hjá Robert Teichmüller, hljómsveitarstjórn hjá Hermann Scherchen og Otto Lohse, og tónsmíðar hjá Paul Graener og Aladár Szendrei...

Sjá nánar á vefnum um Jón Leifs (RÚV)

Tónlistarsafn Íslands í Landsbókasafni Íslands-Háskólabókasafni varðveitir talsvert efni tengt Jóni - handrit, ljósmyndir, sendibréf, úrklippur svo dæmi séu tekin.

Jón Hrólfur - 15. febrúar 2019

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.02.2019