Jón Sigurðsson 13.07.1925-29.01.1992

Jón var fæddur á Brúnum undir Eyjafjöllum 13. júlí 1925, sonur hjónanna Bjargar Jónsdóttur og Sigurðar Vigfússonar kennara, bónda og organista. Hann fluttist að Asólfsskála í sömu sveit og ólst þar upp. Ungur fór Jón til Reykjavíkur og gerðist fljótlega starfsmaður Búnaðarbankans þar sem hann vann þar til fyrir fjórum árum. Hann var um tíma útibússtjóri í Seljaútibúi Búnaðarbankans í Mjódd.

Jón var kunnur tónlistarmaður. Hann lék í áratugi á harmoníku í danshljómsveitum, lengst af með eigin hljómsveit. Jón var mikilvirkur textahöfundur og á um 300 dægurlagatexta á hljómplötum. Einnig samdi hann allmörg dægurlög sem náðu vinsældum.

Eftirlifandi eiginkona Jóns er Helga Helgadóttir frá Kálfafelli í Fljótshverfi í Vestur-Skaftafells- sýslu. Þau bjuggu síðastliðinn ald- arfjórðung í Kópavogi. Jón og Helga eignuðust fjögur börn.

Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 31. janúar 1992, bls. 21.

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.10.2013