Helgi Hrafn Jónsson 20.11.1979-

<p>... Helgi Hrafn Jónsson er einn þeirra íslensku listamanna sem hefur átt mikilli velgengni að fagna í hinu alþjóðlega tónlistarumhverfi undanfarna áratugi og hefur starfað bæði í Evrópu og Norður Ameríku. Nú í febrúar var frumsýnt nýtt verk Falk Richters við Borgarleikhúsið í Frankfurt sem Helgi Hrafn samdi tónlist við í samstarfi við Valgeir Sigurðsson. Árið 2012 samdi Helgi Hrafn tónlist við verkið For the Disconnected Child, sem pantað var af Þjóðaróperunni í Berlín og er hann jafnframt einn þátttakenda í sýningunni sem söngvari og hljóðfæraleikari. Sýningin er nú að hefja sitt fjórða starfsár og hefur m.a. hlotið verðlaun sem besta leiksýningin í Berlín.</p> <p>Helgi Hrafn hefur gefið út sex plötur með eigin verkum þar sem hann syngur og leikur ýmist á gítar eða píanó. Eru það Glóandi (2005), Aska EP (2008), For the Rest of my Childhood (2008), Kví, kví EP (2009), Blindfolded EP (2010) og Big Spring (2011).</p> <p>Á síðastliðnum sjö árum hefur Helgi komið fram á um það bil 300 tónleikum í Evrópu og Norður-Ameríku ásamt danskri eiginkonu sinni, Tinu Dickow. Í sameiningu hafa þau unnið að sjö hljómplötum og samið tónlist fyrir dönsku myndirnar Old Boys (2009) og Someone You Love (2014) sem færði þeim í tvígang dönsku kvikmyndaverðlaunin fyrir tónlistina...</p> <p align="right">Úr frétt á Vísi.is 13. febrúar 2015 um að Helgi Hrafn hafi verið valinn bæjarlistamaður Seltjarnarness..</p>

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Básúnuleikari , gítarleikari og lagahöfundur
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.02.2015