Vigfús Guttormsson (Vigfús J. Guttormsson, Vigfús Jónsson Guttormsson ) 16.11.1874-17.01.1967

<p>Vigfús fæddist á Geitaskarði (eða Mjóanesi) í S-Múlasýslu. Foreldrar hans voru Jón Guttormsson og fyrri kona hans, Pálína Ketilsdóttir, landnámshjón að Víðivöllum við íslendingafljót (Riverton) og kom hann með þeim á fyrsta ári vestur um haf og ólst upp í Nýja íslandi. Hann var sjálfmenntaður að mestu leyti nema hvað hann var á nokkurra mánaða verzlunarnámskeiði í Winnipeg.</p> <p>Þann 5. febrúar 1899 kvæntist Vigfús Vilborgu, dóttur Péturs Árnasonar, bónda í Árskógi við íslendingafljót og konu hans Friðriku Björnsdóttur, bæði ættuð af Austur- landi. Þau hjónin stunduðu fyrst búskap að Shoal Lake en fluttu til Oak Point árið 1907 þar var Vigfús póstmeistari, rak verzlun og flutti póstinn til Deer Horn áður en járnbraut var lögð þangað norður. Árið 1919 flutti fjölskyldan til Lundar og starfrækti hann þar hótel, þar til hann keypti G. and E. Cash Store í félagi með syni sínum og tengda- sonum árið 1930.</p> <p>Vigfús heitinn var listrænn maður – skáldmæltur og söngelskur. Ljóð og greinar eftir hann birtust í Lögbergi og ljóðabók hans, Eldflugur kom út 1947. Vigfús aflaði sér kunnáttu í að leika á orgel og lék á það við guðsþjónustur og önnur tækifæri. Hann æfði karlakór er gat sér góðan orðstír og einnig blandaða kóra. Hann var í fjölda mörg ár lífið og sálin í sönglífi byggðarinnar.</p> <p align="right">Úr minningargrein á forsíðu Lögberg-Heimskringla 23. janúar 1964</p>

Erindi


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 5.05.2021