Bjarni Brynjólfsson -1727

Prestur fæddur um 1644. Stúdent úr Skálholtsskóla. Vígður til Dýrafjarðarþings 17. september 1671, bjó fyrst að Neðri-Hjarðardal en síðar að Lækjarósi til dauðadags. Fékk lausn 1710 að þjóna Sæbólssókn og 1715 Núpssókn en hélt áfram með Mýrasókn. Lét sennilega af prestskap 1725 enda orðinn karlægur og uppgefinn. Hann var listamaður í ýmsu og fimleikamaður. Hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 160.

Staðir

Mýrakirkja Prestur 17.09.1671-1625

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 13.07.2015