Pétur Pétursson 16.10.1918-23.04.2007

<p>Pétur fæddist á Eyrarbakka 16. október 1918. Foreldrar hans voru Pétur Guðmundsson skólastjóri og Elísabet Jónsdóttir húsmóðir. Hann var næst-yngstur 13 systkina, sem öll eru nú látin.</p> <p>Pétur stundaði nám við lýðháskólann í Tarna í Svíþjóð og Pitman's College í Bretlandi á árunum 1937–38. Hann var starfsmaður Útvegsbanka Íslands 1931-1942. Árið 1941 var hann ráðinn þulur við Ríkisútvarpið og starfaði þar til 1955. Hann starfaði við verslunarrekstur eftir að hann hætti hjá Ríkisútvarpinu og var um tíma umboðsmaður skemmtikrafta og listamanna. Hann gekkst meðal annars fyrir tónleikum með Vladimir Ashkenazy hér á landi.</p> <p>Árið 1970 kom Pétur aftur til starfa á Ríkisútvarpinu og starfaði þar út starfsævina.</p> <p>Það kom í hlut Péturs sem útvarpsþular að segja þjóðinni frá ýmsum heimssögulegum viðburðum, eins og t.d. fyrstu kjarnorkusprengjunni sem sprengd var 1945.</p> <p>Pétur var sögufróður maður, ekki síst um gömlu Reykjavík, viðburði í stjórnmálalífi þjóðarinnar og ættir manna og æviferil. Hann skrifaði mikið í Morgunblaðið um hugðarefni sín.</p> <p>Pétur var kvæntur Birnu Jónsdóttur, sem lést fyrir fjórum árum. Þau eignuðust eina dóttur, Ragnheiði Ástu.</p> <p align="right">Úr andlátsfregn í Morgunblaðinu 25. apríl 2007, bls. 2.</p>

Tengt efni á öðrum vefjum

Útvarpsþulur
1 hljóðrit

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.07.2015