Ari Vilhjálmsson (Ari Þór Vilhjálmsson) 07.03.1981-

Ari útskrifaðist með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2001 og hélt til frekara náms í Bandaríkjunum, lærði hjá Almitu og Roland Vamos og Sigurbirni Bernharðssyni, Lucy Chapman og sótti einkatíma hjá Rachel Barton Pine í Chicago.

Ari hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá árinu 2006 og tekur við stöðu leiðara annarrar fiðlu hljómsveitarinnar næsta haust. Hann hefur flutt fiðlukonserta eftir Shostakovich, Mozart, Hafliða Hallgrímsson, J.S. Bach og Saint-Saëns með Sinfóníuhljómsveit Íslands og fiðlukonsert Bruchs með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Nýlega hélt hann einleikstónleika við Emory University í Atlanta og kammertónleika fyrir Listahátíð í Reykjavík og Kammermúsikklúbbinn. Á næsta starfsári mun hann taka upp Poéme eftir Chausson og Souvenir d'un lieu cher með Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir Ríkisútvarpið. Ari hefur mikinn áhuga á kennslu og kennir hóp efnilegra fiðlunemenda við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann leikur á fiðlu Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem Giovanni Maggini smíðaði um 1620.

- - - - -

Ari is the Acting Principal Second Violin of the Iceland Symphony Orchestra. He graduated with a Soloist Diploma from the Reykjavík College of Music in 2001 and pursued his studies in the U.S. with Almita and Roland Vamos at Northwestern University, Sibbi Bernharðsson at the University of Illinois and Lucy Chapman at the New England Conservatory of Music and with private lessons at Rachel Barton Pine in Chicago.

Ari has performed violin concertos by Shostakovich, Mozart, and Hafliði Hallgrímsson with the Iceland Symphony and Bruch's First Violin Concerto with the North Iceland Symphony Orchestra. Recently he has also performed recitals at Emory University in Atlanta, the Reykjavík International Arts Festival and Reykjavík Chamber Music Society.

As a dedicated teacher, Ari teaches a group of young violinists at the Reykjavík College of Music. He plays a violin by Brescian violin maker Giovanni Maggini of the early 17th century. The violin is the property of the Iceland Symphony Orchestra.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar – Sumartónleikar 17. júlí 2012.

Staðir

Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -2001

Hópar

Hópur 1 Stöður Frá Til
Sinfóníuhljómsveit Íslands Fiðluleikari 2006 2014

Tengt efni á öðrum vefjum

Fiðlukennari, fiðluleikari, tónlistarmaður og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 13.05.2019