Sigurður Þorbjörnsson 1777-04.06.1818

<p>Prestur. Stúdent frá Reykjavíkurskóla eldra 1793. Vígðist aðstoðarprestur í Vatnsfirði 10. apríl 1803 og gegndi því prestakalli, eftir lát sóknarprests 1807, til vors 1809, varð aðstoðarprestur í Miklaholti 1811 en varð embættislaus 1812 fluttist þá að Syðra-Rauðamel og andaðist þar.</p> <p align="right">Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ IV bindi, bls. 274. </p>

Staðir

Vatnsfjarðarkirkja Aukaprestur 10.04.1803-1809
Miklaholtskirkja Aukaprestur 1811-1812
Sauðafellskirkja Prestur 1809-1810

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 7.04.2015