Jóhann Hlíðar 25.08.1918-01.05.1977

Prestur. Stúdent frá MA 1941. Cand. theol. frá HÍ 29. maí 1946. Framhaldsnám í kennimannlegri guðfræði við' Menighedsfakultetet í Osló í tvö kennslumisseri 1946-47. Kynnti sér unglingafræðslu og störf presta í Stokkhólmi 1953-54. Settur sóknarprestur í Hvanneyrarprestakalli 15. júlí til 15. september 1951. Settur aðstoðarprestur í Vestmanneyjaprestakalli frá 20. mars 1954. Skipaður sóknarprestur í Vestmannaeyjum 23. maí 1956 frá 1. júní sama ár. Skipaður sóknarprestur í Nesprestakalli í Reykjavík 26. september 1972, frá og með 1. október að telja og gegndi því til 20. febrúar 1975 er hann var ráðinn prestur Íslendinga í Höfn. Lausn frá embætti 15. apríl 1983.

Heimild: Guðfræðingatal 1847-2002 eftir Gunnlaug Haraldsson bls. 508-09

Staðir

Siglufjarðarkirkja Prestur 15.07. 1951-1951
Landakirkja Prestur 20.03. 1954-1972
Neskirkja í Reykjavík Prestur 26.09. 1972-1975

Kennari og prestur

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 20.11.2018