Sigríður Aðalsteinsdóttir 15.02.1967-

<p>Sigríður lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1995. Aðalkennarar hennar þar voru Elísabet F. Eiríksdóttir og Þuríður Pálsdóttir. Haustið 1995 hóf hún nám við óperudeild Tónlistarskólans í Vínarborg og ári síðar hóf hún nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg. Þar stundaði hún söngnám hjá Helene Karusso og lauk námi í óperusöng frá Tónlistarháskólanum með hæstu einkunn árið 2000.</p> <p>Frá 1998-2001 stundaði hún einnig nám við ljóða- og óratoríudeild skólans og naut þar leiðsagnar prófessors Charles Spencer. Sigríður hóf söngferil sinn í Þjóðaróperunni í Vínarborg árið 1997. Til ársins 2002 söng hún ýmis hlutverk við húsið, m.a. þriðju dömu í Töfraflautunni, Fjodor í Boris Godunow og Mercedes í Carmen. Á Íslandi hefur Sigríður sungið hlutverk Zitu í Gianni Schicci með Norðurópi, í Íslensku óperunni hlutverk þriðju dömu í Töfraflautunni, Marcellinu í Brúðkaupi Fígarós, Mother Goose í Rake’s Progress og Lolu í Cavalleria Rusticana. Sigríður hefur haldið fjölda ljóðatónleika og komið fram sem einsöngvari með ýmsum kórum og hljómsveitum, m.a. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sigríður var einn af söngvurunum í Óperuperlum í Íslensku óperunni 2007 og 2009.</p> <p align="right">Af vef Íslensku óperunnar (16. mars 2016)</p>

Staðir

Söngskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1995
Tónlistarháskólinn í Vínarborg Háskólanemi 1995-2000
Háskóli Íslands Háskólanemi -
Tónlistarskóli Rangæinga Skólastjóri -

Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , skólastjóri , söngkona , tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 16.03.2016