Hólmfríður Sigrún Benediktsdóttir 23.9.1950-

<blockquote>Hólmfríður ólst upp við tónlist á heimilinu og sjö ára byrjaði hún að læra á píanó sem hefur aldeilis nýst henni í starfi hennar sem söngkennari og kórstjóri. Að loknu gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Húsavíkur lá leiðin í Kennaraskóla Íslands í Reykjavík. Þaðan lauk hún prófi 1971. Tónmenntakennaraprófi lauk hún frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1974 og einsöngvaraprófi undir handleiðslu Elísabetar Erlingsdóttur og Guðrúnar A. Kristinsdóttur úr Tónlistarskóla Kópavogs árið 1980.<br /> <br /> „Við Magnús Pétur vorum byrjuð saman í Kennaraskólanum og giftum okkur 1972 og eignuðumst svo Magnús Eið og svo flutti ég hann með mér til Húsavíkur.“ Tengdafjölskyldan tók Hólmfríði afskaplega vel og hjálpaði henni á alla lund meðan á náminu stóð.<br /> <br /> Hólmfríður hefur kennt við ýmsa skóla víðs vegar um landið, þar má nefna á Akranesi, á Akureyri, í Kópavogi og í Reykjavík en lengst af í heimabæ sínum Húsavík. Hún kenndi aðallega einsöng og tónmennt, en auk þess ensku. Hún hafði einnig umsjón með bekkjum og vann ýmis önnur störf innan tónlistarskólans.<br /> <br /> Frá árinu 1975 og allt til 1981 var Hólmfríður skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur og hún hefur lifað og hrærst í tónlistarlífi Húsavíkur alla tíð. Árið 1986 fluttist fjölskyldan til Bandaríkjana þar sem Hólmfríður var í mastersnámi í einsöng en Magnús Pétur stundaði nám í kennaradeild háskólans. „Þetta var alveg frábær tími fyrir okkur fjölskylduna og Ásta mín á enn vini sem hún eignaðist þarna sem barn.“ Hólmfríður útskrifaðist með mastersgráðu frá Indiana University árið 1990. Ekki var þó öllu námi lokið því enn átti hún eftir að bæta við sig. „Klassískur söngur á undir högg að sækja og ásóknin í rytmískt söngnám miklu meiri. Ég fór fimm sinnum til Kaupmannahafnar í lotunám og lærði að kenna rytmískan söng og fannst það mjög skemmtilegt og kynntist fullt af skemmtilegu fólki,“ segir Hólmfríður sem lauk diplómunámi frá Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn árið 2007.<br /> <br /> Þá hefur hún stjórnað mörgum kórum um ævina, s.s. Kvennakórnum Lissý og Stúlknakór Húsavíkur, sem dóttir hennar Ásta Magnúsdóttir, hefur nú tekið við. Núna stýrir hún Sólseturskórnum, kór aldraðra í Norðurþingi, sem faðir hennar stjórnaði á árum áður. „Þetta er alvörukór en það er ekkert aldurstakmark í honum. Það er hollt að syngja og endorfínið fer út í líkamann alveg eins og þegar fólk hlær.“<br /> <br /> Hólmfríður keyrir oft upp í Skógarbrekku á Húsavík þar sem hjúkrunardeild aldraðra er til húsa. Þar er m.a. fólk með alzheimersjúkdóminn og það er hennar hjartans mál að láta það syngja. „Amma á Akureyri fékk alzheimer og eftir það var eina leiðin til að tengjast henni að syngja því þá tók hún undir.“<br /> <br /> Árið 2015 hætti Hólmfríður störfum við Tónlistarskóla Húsavíkur og var um leið gerð að heiðursfélaga Heiltóns, hollvinasamtaka skólans.</blockquote> <p align="right">Hólmfríður Sigrún Benediktsdóttir söngkona – 70 ára. Morgunblaðið. 23. september 2020, bls. 20-21</p>

Staðir

Kennaraskóli Íslands Nemandi -1971
Tónlistarskólinn í Reykjavík Tónlistarnemandi -1974
Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarnemandi -1980
Tónlistarskólinn á Akranesi Tónlistarkennari -
Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarkennari -
Tónlistarskóli Kópavogs Tónlistarkennari -
Tónlistarskóli Húsavíkur Tónlistarkennari -2015
Tónlistarskóli Húsavíkur Skólastjóri 1975-1981
Indiana háskóli Háskólanemi 1986-1990
Complete Vocal Institute Tónlistarnemandi -2007

Skjöl


Tengt efni á öðrum vefjum

Háskólanemi , kórstjóri , nemandi , skólastjóri , söngkennari , söngkona , tónlistarkennari og tónlistarnemandi
Ekki skráð

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 23.09.2020