Eiríkur Albertsson 07.11.1887-11.10.1972

<p>Prestur. Cand. theol. frá HÍ 1917 og kynnti sér sama ár uppeldismál í Svíþjóð. Doktor í guðfræði frá HÍ 1939. Aðstoðarprestur á Hesti 28. maí 1917 og veitt Hestþing 11. apríl 1918. Þjónaði jafnframt Lundarprestakalli. Settur prófastur Borgfirðinga 1932-34. Skólastjóri Alþýðuskólans á Hvítárbakka 1920-23 og hélt unglingaskóla á Hesti 1924-26. Mikilvirkur á ritsviðinu og margt komið út eftir hann. Hann þótti góður ræðumaður og sköruglegur.</p> <p align="right">Heimild: Borgarfjarðarprófastsdæmi, upplýsingavefur kirkjunnar í héraði bls. 6. </p>

Staðir

Hestur Prestur 28.05. 1917-1944

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 27.09.2018