Jón Guðmundsson 1699 um-26.05.1749

Prestur. Stúdent 1719 frá Hólaskóla. Fékk Þóroddsstað í Kinn 17. apríl 1723 en sagði af sér prestskap vegna veikinda 1. apríl 1748. Harboe gaf honum ekki góð meðmæli, sagði hann illræmdan að drykkjuskap, þrályndi og vanstillingu en Finnur biskup taldi hann gáfaðan, með prýðilegum hæfileikum til kennimennsku og barnafræðslu en léttúðugan í umgengni og lifnaði, grobbinn og hviklyndan. Mikill maður vexti og feitlaginn og hagmæltur.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ III bindi, bls. 130-31.

Staðir

Þóroddsstaðakirkja Prestur 17.05.1723-1748

Rósa Þorsteinsdóttir uppfærði 15.09.2017