Ari Þorbjarnarson 14.öld-15.öld

Prestur og officialis. Var ráðsmaður á Hólum 1420 til 1423 er Þorkell Guðjartsson tók við starfanum þótt flestir vildu hafa sr. Ara áfram. Hann tó svo við Saurbæ í Eyjafirði og átti í nokkrum útistöðum við Jón Pálsson, prest og biskup, Jón Vilhjálmsson sem fékk hann dæmdan fyrir vanrækslu í officialisstarfi. Dr. Sveinn Níelsson setur spurningarmerki við hvort hann hafi farið að Skinnastað en skráir hann ekki þar. Sr. Sveinn setur ? við föðurnafnið.

Heimild: Íslenskar æviskrár PEÓ I bindi, bls. 20.

Heimild: Prestatal og prófasta eftir Svein Níelsson og dr. Hannes Þorsteinsson, bls. 284

Staðir

Saurbæjarkirkja í Eyjafirði Prestur 15.öld-15.öld
Laufáskirkja Prestur 15.öld-

Prestur
Ekki skráð
Ekki skráð

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 5.03.2019